5 maí 2001Íslensku stúlkurnar öttu kappi við þær írsku í Lúxemborg í dag, í hálfleik er staðan 39-23 fyrir þær írsku. Þær náðu að laga stöðuna í þriðja leikhluta og minnka muninn í 3 stig, en að honum loknum var staðan 45-53. Það fór þó svo að lokum að þær írsku unnu 72-61. Hanna Kjartansdóttir varð að fara meidd af leikvelli eftir aðeins 3 mínútna leik í dag og ekki var það til að auka möguleika íslenska liðsins, sem ekki náði sér nógu vel á strik. Liðið var í villuvandræðum og fékk alls dæmdar á sig 32 villur í leiknum. Kristín Blöndal var stigahæst í dag með 15 stig, Birna Valgarðsdóttir og Guðbjörg Norðfjörð voru með 13 stig og Kristín Jónsdóttir með 12. Á morgun mæta íslenku stúlkurnar heimastúlkum og hefst leikurinn kl. 13:30 að íslenskum tíma. mt: Kristín Blöndal skoraði 15 stig fyrir Ísland í dag.