1 sep. 2001Ísland tapaði fyrir Írlandi í dag, 78-84, í lokaleik undankeppni Evrópumóts landsliða. Leikurinn fór fram í Njarðvík. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 22-23 fyir Írum, en Ísland hafði Ísland yfir 49-43. Tveggja stiga munur var eftir þriðja leikhluta 67-65, en Írar reyndust sterkari á endasprettinum. Leikmenn íslenska liðsins héldu ekki haus undir lokin og gerðu sig seka um of marg mistök. Á sama tíma héldu Írar haus og kláruðu sínar sóknir og uppskáru sigur. Írar og Svisslendingar komust áfram í keppninni, en Finnar og Íslendingar eru úr leik. Friðrik Stefánsson var stigahæstur í liði Íslands með 15 stig og 12 fráköst. Herbert Arnarson gerði 14 stig, Baldur Ólafsson 12, Logi Gunnarsson og Helgi Jónas Guðfinnsson 11. mt: Herbert Arnarson fyrirliði íslenska liðsins gerði fjórar þriggja stiga körfur í leiknum.