4 sep. 2001Dómaranámskeið verður haldið á vegum KKÍ og HSK dagana 17., 18. og 20. september nk. Námskeiðið verður haldið í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss og hefst umrædda daga kl. 18:30. Námskeiðinu lýkur með skriflegu prófi og þeir sem standast það fá fullgilt dómaraskírteini. Þau félög sem taka þátt í Íslandsmótum og héraðsmótum verða að hafa dómara í sínum röðum með próf og því er nauðsynlegt að félögin sendi fólk á námskeiðið. Umsjónarmenn með námskeiðinu að hálfu KKÍ verða úrvaldsdeildardómararnir Jón Bender og Rúnar Gíslason. Þátttökugjald verður kr. 4.000 á mann . Skráningar á námskeiðið verða að berast til skrifstofu HSK fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 13. september nk. Netfangið er hsk@hsk.is og sími 482 1189. Það er von körfuknattleiksnefndar HSK og dómaranefndar KKÍ að þátttaka verði góð og það eru allir velkomnir. Helgina 28.-30. september verða haldin þrjú námskeið til viðbótar. Þau verða í Reykjavík, á Akureyri og á Ísafirði. Þátttökugjald á þau námskeið verður einnig kr. 4.000 og er skráning á þau hjá KKÍ. Einnig verður skráning hjá Þór vegna námskeiðsins á Akureyri og hjá KFÍ vegna námskeiðsins á Ísafirði.