28 feb. 2002Nú er hægt að skoða sögu bikarúrslita yngri flokkanna á kki.is en sett hefur verið inn í greinasafnið tölfræðigrein með upplýsingar um bikarúrslitaleiki yngri flokkanna allt frá því að Unglingaflokkur karla, þá 2. flokkur karla, reið á vaðið fyrir 23 árum. Bikarúrslitaleikir yngri flokkanna fara fram 9. og 10.mars næstkomandi en í ár eru átta úrslitaleikir líkt og varð fyrst í fyrra með tilkomu 9. og 10. flokks kvenna. Finna má greinina [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=60 [v-] hér [slod-] en einnig er hægt að komast inn á greinasafnið hér í dálkinum til vinstri á forsíðu kki.is. KKI.is mun fylgjast vel með gangi mála og það verður hægt að nálgast fréttir um og tölfræði úrslitaleikjanna á kvöldi leikdags. Keflavík hefur eignast flesta bikarmeistara eða alls 46 en hver ætli sé númer tvö. Kíkið endilega á þessa grein og fræðist um sögu bikarúrslita yngri flokkanna í körfunni.