4 mar. 2002Mikil spenna verður í lokaumferð Epson-deildarinnar í fimmtudagskvöldið, en þá ræðst hvort Keflavík eða KR verða deildarmeistarar, hvort ÍR eða Haukar komast í úrslitakeppnina og hvort Skallagrímur eða Þór Ak. falla í 1. deild. Þá er ljóst að í 1. deild kvenna munu ÍS og KR leika hreinan úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn þann 11. mars. Í 1. deild karla hafa Valsmenn tryggt sér deildarmeistaratitil, en mikil spenna er um fjórða sætið í deildinni sem veitir rétt til að leika í úrslitakeppninni, milli ÍS og Þórs Þorl. og einnig Snæfells og KFÍ sem eru skammt undan. Þá getur ÍA endalega fallið í 2. deild ef liðið tapar fyrir ÍG í kvöld og Selfoss er einnig í mikilli fallhættu. [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=61[v-]Meira um spennuna í Epson-deildinni[slod-].