25 mar. 2002Fjölnir sigraði ÍV 86-84 í úrslitaleik 2. deild karla í Grafarvoginum í gær. Bæði liðin leika í 1. deild að ári. Fjölnir var 9 stigum undir þegar tæpar 4 mínútur voru til leiksloka, en náðu að minnka muninn og tryggja sér sigur með flautukörfu Hjalta Þórs Vilhjálmssonar. Í undanúrslitum vann Fjölnir 103-84 sigur á Hrunamönnum og ÍV vann nauman sigur á Hetti 88-87. Í úrslitaleik um þriðja sæti keppninnar unnu Hrunamenn Hött 76-65, Skotfgélag Akureyrar vann nauman sigur á HK 69-67 og Grundfirðingar unnu Reyni Hnífsdal 106-39 í úrslitaleik um 7. sætið.