11 maí 2002Nú rétt í þessu var að ljúka stjórnarkjöri á stofnþingi FIBA-Europe í Oostende í Belgíu, þar sem Ólafur Rafnsson formaður KKÍ var í framboði. Skemmst er frá því að segja að Ólafur hlaut glæsilega kosningu inn í fyrstu stjórn þessa nýja sambands. Ólafur hlaut 40 atkvæði af 49 mögulegum og var 8. efsti maður í kjörinu, en alls voru 23 menn kjörnir í stjórnina. Ólafur er fyrsti Íslendingurinn sem kjörinn er í stjórn álfu eða heimssambands í körfuknattleik. Síðar í dag verður fyrsti fundur hinnar nýju stjórnar, en á þeim fundi er gert ráð fyrir að Patrick Baumann aðstoðarframkvæmdastjóri FIBA verði ráðinn framkvæmdastjóri FIBA-Europe til bráðabirgða. Á fundinum verður einnig skipað í unglinganefnd hins nýja smbands, en Pétur Hrafn Sigurðsson framkvæmdastjóri KKÍ gefur kost á sér í nefndina, en hann átti sæti í unglinganefnd FIBA. kki.is óskar Ólafi Rafnssyni hjartanlega til hamingju með glæsilegt kjör.