12 ágú. 2002Sænska landsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir úrslit Evrópukeppninnar sem haldin verða í Stokkhólmi næsta sumar. Liiðið hefur leikið fjöldan allan af landsleikjum í sumar og um næstu helgi verður haldið fjögurra landa mót Í Södertälje með þátttöku Tékka, Pólverja og Grikkja, auk heimamanna. Það má því búast við Svíum vel undirbúnum á Polar cup í Osló 23.-25. ágúst nk. Úrslit í landsleikjum Svía það sem af er sumri: Mót í Pólland í júní Svíþjóð - US All Stars 81-79 Svíþjóð - Holland 92-67 Svíþjóð - Pólland 91-80 Æfingaleikir í Þýskalandi í júní Svíþjóð - Þýskaland b 91-69 Svíþjóð - Þýskaland b 84-69 Landsleikir í Södertälje í júní Svíðjóð - Þýskaland 73-94 Svíþjóð - Þýskaland 72-80 Baltic Sea cup í Finnland í júní Svíþjóð - Lettland 85-106 Svíþjóð - Eistland 104-80 Æfingaleikir í Tyrklandi í júlí Svíþjóð - Tyrkaland 83-92 Svíþjóð - Tyrkland 54- 85