19 ágú. 2002Sú breyting hefur orðið á skipan 1. deildar karla að Höttur hefur tekið sæti Hrunamanna í deildinni. Hrunamenn hugðust taka sæti í deildinni eftir að ÍV ákvað að leika frekar í 2. deild, en nú hafa Hrunamenn tilkynnt að þeir sjái sér ekki fært að þiggja þetta sæti. Það verður því Höttur frá Egilsstöðum sem tekur sæti í 1. deild, en liðið féll úr deildinni vorið 2001 eftir áralanga veru í deildinni, en varð í 4. sæti 2. deildar sl. vor. Gerð hefur verið ný niðurröðun leikja í 1. deild karla í kjölfar þessa og er nýja niðurröðunin nokkuð breytt frá fyrri niðurröðun. Ástæðan fyrir því er sú að líkt og KFÍ mun Höttur leika tvo útileiki á sömu helgi.