1 nóv. 2002Tveir leikir eru á dagskrá INTERSPORT-deildarinnar í kvölg. Botnlið Skallagríms fær topplið Grindvíkinga í heimsókn, en Grindvíkingar eru sem kunnugt er eina taplausa liðið í deildinni. Hinn leikurinn er viðureign ÍR og UMFN í Seljaskóla. Báðir leikirnir hefjast kl. 19.15. Fjórir leikur fór fram í deildinni í gær. Mesta athygli vakti stórsigur Keflvíkinga á Hamri í Hveragerði, 83-137. Þetta er mesta stigaskor eins liðs í deildinni (í leik án framlengingar) frá því Keflavíkingar gerðu 138 stig gegn Þór í deildinni 7. mars 1999, en sá leikur fór 138-94. Við minnum einnig á fyrri leikina í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins um helgina, en þrír þeirra eru á dagskrá á sunnudagskvöld. Á morgun verður fyrsti leikurinn þegar Hamar og KR mætast í Hveragerði. Leikir þessara liða að undanförnu hafa undatekningarlaust verið háspenna frá upphafi til enda. Leikurinn á morgun verður sýndur beint í Sjónvarpinu og hefst leikurinn kl. 16:30.