12 mar. 2017Lúðurinn, markaðsverðlaun ÍMARK, fór fram í Hörpu sl. föstudag og voru verðlaun veitt í yfir 15 flokkum fyrir ýmsar tegundir auglýsinga á síðastliðnu ári. Auglýsingar Domino's, UN Women og KKÍ fyrir #HeForShe-átakið sem kynnt var í kringum úrslitakeppnir Dominion's deildanna á síðasta ári var tilnefnd í tveim flokkum, í flokki almannaheilla auglýsinga og í flokki kvikmyndaðra auglýsinga. 

Auglýsingarnar vöktu mikla athygli og eiga hugmynda- og auglýsingasmiðir Domino's á auglýsingastofunni Pipar/TBWA heiðurinn af henni. Það fór svo að #HeForShe-auglýsingarnar höfnuðu í 2. sæti í flokki Almannaheilla auglýsinga og 3.-5 sæti í flokki kvikmyndaðra auglýsinga. Tugir tillagna voru send inn í hvern flokk og voru úrslitin á milli fimm efstu í hverjum flokki.

Hægt er að skoða tilnefningarnar í hverjum flokki hérna: Lúðurinn - 2017
 
#korfubolti #HeForShe