18 sep. 2017

Nú er klárt hvaða leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport úr fyrstu umferðum Domino´s deilda karla og kvenna. En sýnt verður fjóra daga í röð þegar keppnistímabilið hefst.

Fyrsti leikurinn sem verður sýndur úr deildarkeppninni verður leikur Snæfells og Keflavíkur í Domino´s deild kvenna þann 4. október. Svo verða tveir leikir sýndir úr Domino´s deild karla. Fimmtudaginn 5. október er það leikur KR og Njarðvíkur og svo á föstudeginum 6. október er það Grindavík gegn Þór Þ. Svo er lokaleikur þessarar opnunarveislu viðureign Stjörnunnar og Breiðabliks í Domino´s deild kvenna laugardaginn 7. október.

Búið er að velja alla föstudagsleikina sem verða sýndir fyrir áramót úr Domino´s deild karla sem og hvaða leikir verða í beinni á fimmtudögum í október. Svo verða fimmtudagsleikirnir valdar mánuð fyrir mánuð í einu.

Í Domino's deild kvenna er búið að ákveða fyrstu sex umferðirnar eða alla leiki októbermánaðar. Svo verður valið mánuð fyrir mánuð í einu.

Beinar útsendingar sem búið er að staðfesta.

Domino's deild kvenna:
1. umferð
Miðvikudagur 4. október Snæfell-Keflavík kl. 19:15

2. umferð
Laugardagur 7. október Stjarnan-Breiðablik kl. 16:30

3. umferð
Miðvikudagur 11. október Valur-Skallagrímur kl. 19:15

4. umferð
Miðvikudagur 18. október Haukar-Valur kl. 19:15

5. umferð
Miðvikudagur 25. október Keflavík-Skallagrímur kl. 19:15

6. umferð
Laugardagur 28. október Njarðvík-Breiðablik kl. 16:30

 

Domino's deild karla
1. umferð
Fimmtudagur 5. október KR-Njarðvík kl. 19:15
Föstudagur 6. október kl. Grindavík-Þór Þ. kl. 20:00

2. umferð
Fimmtudagur 12. október Þór Þ.-Njarðvík kl. 19:15
Föstudagur 13. október Stjarnan-KR kl. 20:00

3. umferð
Fimmtudagur 19. október Höttur-Valur kl. 19:15
Föstudagur 20. október Njarðvík-Stjarnan kl. 20:00

4. umferð
Fimmtudagur 26. október Haukar-Keflavík kl. 19:15
Föstudagur 27. október Grindavík-Tindastóll kl. 20:00

5. umferð
Föstudagur 3. nóvember Keflavík-Þór Þ. kl. 20:00

6. umferð
Föstudagur 10. nóvember Grindavík-KR kl. 20:00

7. umferð
Föstudagur 17. nóvember Njarðvík-Grindavík kl. 20:00

8. umferð
Mánudagur 20. nóvember Haukar-Njarðvík kl. 19:15

9. umferð
Mánudagur 4. desember KR-Tindastóll kl. 19:15

10. umferð
Föstudagur 8. desember Keflavík-Stjarnan kl. 20:00

11. umferð
Fimmtudagur 14. desember Stjarnan-Tindastóll kl. 20:00