/aga_urskurdarnefnd.jpg)
23 mar. 2018
Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir tvö mál í dag.
Í úrslitakeppninni eru mál tekin fyrir jafnóðum og þau berast.
Úrskurður nr. 55/2017-2018
Með vísan til ákvæðis 1.mgr. a.liðar 13.gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Andra Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Grindavíkur, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Grindavíkur og KR í undanúrslitum 1. deild kvk, sem leikinn var 21. mars 2018.
Úrskurður nr. 56/2017-2018
Með vísan til ákvæðis 1.mgr. b.liðar 13.gr. reglugerðar um aga og úrskurðarmál. skal hinn kærði, Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Grindavíkur og KR í undanúrslitum 1. deild kvk, sem leikinn var 21. mars 2018.
Allir úrskurðirnir taka gildi nú þegar.