
29 maí 2018
Næstu helgi fer fram veglegt þriggja daga þjálfaranámskeið sem haldið verður á Ásvöllum í Hafnarfirði.
Námskeiðið er haldið af KKÍ og FIBA Europe.
Aðalfyrirlesari þess verður Bob McKillop þjálfari karlaliðs Davidson háskólans í Norður-Karolínu en með skólanum leikur einmitt Jón Axel Guðmundsson um þessar mundir. Meðal helstu leikmanna sem Bob hefur þjálfað á sínum 17. árum með skólann má nefna Stephen Curry, leikmann Golden State Warriors í NBA-deildinni sem í nótt trygðu sér sæti í úrslitum NBA-úrslitakeppninnar þar sem þeir mæta Cleveland Cavaliers.
Skráning fer fram á kki.is hérna
Dagskrá helgarinnar:
Föstudagur 1. júní
17:00-17:10 Ágúst Björgvinsson (KKÍ) – Opnar námskeið
17:10-18:30 Bob McKillop – þjálfunar hugmyndafræði
18:30-19:00 Matarhlé
19:00-20:20 Dr. Hafrún Kristjánsdóttir – Sjálfstraust leikmanna
Laugadagur 2. júní
09:00-10:20 Sveinn Þorgeirsson aðjúnkt HR – Líkamleg þjálfun og próf
10:30-11:50 Bob McKillop – Sækja í opin svæði
11:50-12:30 Matarhlé
12:30-13:50 Bob McKillop – Sóknarleikur liðs
14:00-15:20 Friðrik Ingi Rúnarsson – Hraður leikur
Sunnudagur 3. júní
09:00-10:20 Borce Illievski – „Switching defence and minimize the miss matches“
10:30-11:50 Bob McKillop – Liðsvörn
11:50-12:30 Matarhlé
12:30-13:50 Ívar Ásgrímsson – A-landsliðs þjálfari kvenna
14:00-15:20 Frá augum leikmanna - Helena Sverrisdóttir, Hlynur Bæringsson, Logi Gunnarsson
15:30-16:00 KKÍ 3.a próf