
28 maí 2020
Núna um mánaðarmótin klárast skráning í Domino's deildir karla og kvenna, 1. deildir karla og kvenna sem og í Geysisbikar karla og kvenna. Einnig lokar skráning í deildarbikar meistaraflokka um mánaðarmótin.
Skráning í aðra deildarkeppni meistaraflokka og yngri flokka hefur verið opnuð og stendur til og með 14. júní, það sama gildir um Geysisbikarkeppni umræddra flokka. Þetta á við um:
- 2. deild karla
- 3. deild karla
- unglingaflokk karla
- stúlknaflokk
- drengjaflokk
- 10. flokk stúlkna
- 10. flokk drengja
- Geysisbikar umræddra flokka