23 jan. 2021Heil umferð fer fram í Domino's deild kvenna í dag og kvöld með fjórum leikjum. Stöð 2 Sport sýnir beint frá tveim leikjum í dag en það eru leikir Skallagríms og Fjölnis og svo Keflavíkur og Vals. 

Þá verður KRTV með útsendingu frá leik KR og Hauka í Vesturbænum.

Minnum á að því miður er áhorfendabann áfram í gildi skv. sóttvarnarlögum en stuðningsmenn geta keypt "miða á leikinn" og þannig stutt við bakið á sínu liði þó það sé ekki hægt að mæta á völlinni. Miðasala á alla leiki er í gegnum Stubb-appið.

🍕 Domino's deild kvenna
🗓 Lau. 23. janúar
🖥 Lifandi tölfræði á kki.is

⏰ 16:00
🏀 Snæfell-Breiðablik
🏀 KR-Haukar (Beint á netinu á KRTV.is)

⏰ 16:30
🏀 Skallagrímur-Fjölnir ➡️ 📺 Beint á Stöð 2 Sport

⏰ 18:30
🏀 Keflavík-Valur ➡️ 📺 Beint á Stöð 2 Sport

📲 #korfubolti 📲 #dominosdeildin