17 maí 2021

Úrslitamót minnibolta 10 ára stúlkna var haldið í umsjón Hrunamanna á Flúðum um helgina.

Það var lið Stjörnunnar sem vann lokamótið en Stjörnustelpur unnu alla sína fimm leiki um helgina. Næst komu í röðinni Keflavík, Haukar, Grindavík, Ármann og Breiðablik að þessu sinni. Þjálfari liðsins er Kjartan Atli Kjartansson.

KKÍ óskar stelpunum og Stjörnunni til hamingju með titilinn!