6 des. 2021

KKÍ 1B og KKÍ 2B hefja göngu sína mánudaginn 17. janúar 2022, en bæði námskeiðin eru fjarnámskeið. Nánari upplýsingar um námskeiðin fylgja hér neðar í fréttinni.

KKÍ þjálfari 2 skiptist í þrjú námskeið A, B og C.

KKÍ þjálfari 2B er kennt í fjarnámi og hefst 17. janúar 2022.

Allur 2B hlutinn er tekin í fjarnámi með heimsókn á æfingu og er alls 40 kennslustundir. KKÍ þjálfari 2B er skipt upp í fjóra hluta. 

  1. Vettvangsnám (12 kennslustundir).
  2. Heimsókn til þjálfara þar sem fylgst er með æfingum hjá tveimur þjálfurum í meistaraflokki og vinna verkefni með samanburð á aðferðum þjálfara (12 kennslustundir).
  3. Þjálfarafyrirlestur á netinu þar sem unnið er verkefni upp úr fyrirlestri (8 kennslustundir).
  4. Leikgreining er fjórða verkefnið þar sem þjálfari horfir á leik og greinir helstu atriði (6 kennslustundir).

Þjálfarar þurfa að hafa lokið öllum verkefnum í 2B á því keppnistímabil sem námið er tekið.

Hér er hægt að skrá sig á þjálfaranámskeið 2B. Þátttökugjald fyrir 2B er 25.000 kr. og skal greitt áður en námskeið hefst.

Hér má sjá efnistök námskeiðisins

---
KKÍ þjálfari 1 skiptist í þrjú námskeið A, B og C.

KKÍ þjálfari 1B er kennt í fjarnámi og hefst 17. janúar 2022.

Námskeiðið er 20 kennslustundir sem kennt er í fjarnámi. Í þessum hluta er farið ítarlega í leikreglur, mótafyrirkomulag KKÍ, sögu körfuknattleiks og unnið verkefni í tímaseðlagerð. KKÍ þjálfari 1B gildir sem 35% af lokaeinkunn KKÍ þjálfara 1.


  • Farið er í leikreglur með fyrirlestri á netinu. Þjálfarar þurfa svo að standast reglupróf sem er aðeins bóklegt og gildir 20% af einkunn í KKÍ þjálfara 1. Ef þjálfarar vilja einnig sækja sér dómararéttindi þarf að bæta við verklegu dómaraprófi.

  • Þjálfarar kynnast mótafyrirkomulagi með fyrirlestri á netinu. Þjálfarar þurfa að standast krossapróf sem gildir 5% af lokaeinkunn KKÍ þjálfara 1.

  • Þjálfarar fá senda fyrirlestra um sögu körfuknattleiks. Þjálfarar þurfa að standast krossapróf úr sögunni sem gildir 5% af heildareinkunn í KKÍ þjálfara 1.

  • Þjálfarar gera tímaseðil með FIBA Europe þjálfaraforritinu. Skila þarf inn tímaseðli fyrir 60 mínútna æfingu í minnibolta. Verkefnið gildir 5% af lokaeinkunn KKÍ þjálfara 1.

Þjálfarar þurfa að hafa lokið öllum verkefnum í 1B á því keppnistímabil sem námið er tekið.

Hér er hægt að skrá sig á þjálfaranámskeið 1B. Þátttökugjald fyrir 1B er 12.000 kr. og skal greitt áður en námskeið hefst.

Hér má sjá efnistök námskeiðisins.