9 ágú. 2022U16 ára landslið drengja hélt af stað í morgun til Sofiu í Búlgaríu þar sem EM 2022, FIBA European Championship, fer fram en strákarnir leika í B-deild Evrópumótsins.

Ísland hefur leik í B-riðli og leika gegn Lúxemborg, Sviss, Tékklandi og heimamönnum í Búlgaríu áður en leikið verður um sæti en keppni hefst á fimmtudaginn í öllum riðlum.

Hægt er að fylgjast með lifandi tölfræði og beinum útsendingum frá öllum leikjum á mótinu í opnu streymi á heimasíðu keppninnar hér fyrir neðan:

Heimasíða keppninnar: fiba.basketball/europe/u16b/2022

FIBA dómari Íslands á mótinu er Bjarki Þór Davíðsson.

Landslið U16 drengja · EM 2022
Ásmundur Múli Ármannsson · Stjarnan
Birgir Leifur Irving · High School, Kanada
Birgir Leó Halldórsson · Sindri
Birkir Hrafn Eyþórsson · Selfoss
Lars Erik Bragason · KR
Lúkas Aron Stefánsson · ÍR
Magnús Dagur Svansson · ÍR
Óskar Már Jóhannsson · Stjarnan
Pétur Goði Reimarsson · Stjarnan
Stefán Orri Davíðsson · ÍR
Tristan Máni Morthens · Selfoss
Viktor Jónas Lúðvíksson · Stjarnan

Þjálfari: Borche Ilievski
Aðstoðarþjálfarar: Sigurður Gunnar Friðriksson og Florijan Jovanov.
Sjúkraþjálfari: Andri Helgason