29 sep. 2022

Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fjórum agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.

 

 

Agamál 6/2022-2023

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Lucien Christofis,leikmaður ÍA, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik ÍA gegn Álftanes, sem fram fór þann 16 september 2022.

Agamál 7/2022-2023

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Camilla Silfá Jensdóttir, leikmaður Ármanns, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Valur/KR gegn Ármann, sem fram fór þann 22 september 2022

Agamál 8/2022-2023

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Daði Berg Grétarsson, leikmaður Hamars, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Hrunamanna gegn Hamar, sem fram fór þann 23 september 2022.

Agamál 9/2022-2023

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Guðmundur Magnússon, leikmaður KR B, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Keflavík B gegn KR B, sem fram fór þann 25 september 2022.