19 sep. 2023

Stjórn KKÍ samþykkti á fundi sínum þann 4. september 2023 þrjár breytingar á reglugerð um körfuknattleiksmót. Allar þrjár breytingarnar varða keppni yngri flokka, og ná til greina 14, 31-34 og 39-42. Þessar breytingar hafa nú verið útfærðar inn í reglugerð um körfuknattleiksmót, en uppfærða reglugerð má nálgast hérna.

Breyting á 14. grein varðar undanþágumöguleika fyrir eldri leikmenn að spila niður um aldursflokk, en mótanefnd og starfsmanni mótanefndar var falið að útfæra reglugerðarbreytinguna. Þetta er unnið samkvæmt beiðni frá Vestra. Vakin er athygli á því að þetta er undanþáguákvæði og allar undanþágubeiðnir því háðar samþykki KKÍ. Þetta opnar ekki möguleika á því að eldri leikmenn leiki almennt með yngri flokkum en þeim ber.

Breyting á greinum 31-34 og 39-42 snýr annars vegar að leiktíma 7. og 8. flokks, sem lengdur er í 4x8 mínútur, og hins vegar að innkastreglu sem hefur verið kölluð no-referee handle og gildir fyrir 8. flokk og yngri. Óskað var eftir þessum breytingum á af fulltrúum aðildarfélaga KKÍ á unglingaráðsfundi í byrjun september, sem stjórn KKÍ varð við.