12 nóv. 2023Íslenska kvennalandsliðið leikur seinni leik sinn í þessum landsliðsglugga í undankeppni EM, EuroBasket Women's 2025 kl. 18:30 í dag og mun RÚV2 sýna beint frá leiknum. Leikið verður í Ólafssal á Ásvöllum.

LYKILL býður öllum frítt á leikinn í kvöld!

Einn nýliði mun leika sinn fyrsta landsleik í kvöld, en Jana Falsdóttir, Njarðvík, sem er í hóp í fyrsta sinn. Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari ákvað að hún muni koma inn í liðið fyrir Söru Líf Boama, frá Val, en Sara Líf lék fyrri leikinn ytra gegn Rúmeníu á fimmtudaginn.

Íslenska liðið er þannig skipað í dag gegn Tyrklandi í Ólafssal:

Nafn · Félag · Landsleikir
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík · 9
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur · 13
Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík · 10
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur · 19
Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík · 14
Helena Sverrisdóttir · Haukar · 80
Isabella Ósk Sigurðardóttir · Panserraikos Serres, Grikklandi · 13
Ísold Sævarsdóttir · Stjarnan · 1
Jana Falsdóttir · Njarðvík · Nýliði
Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík · 19
Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar · 5
Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar · 32

Þjálfari: Benedikt Rúnar Guðmundsson
Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson
Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir
Læknir: Berglind LáruGunnarsdóttir

Mynd: Gunnar Jónatansson