15 apr. 2024

Úrslitakeppnir í deildarkeppni yngri flokka fara fram í maí, eftir að deildarkeppni lýkur. Þetta á við um 9. flokk og eldri. Í 1. deildum yngri flokka verða leikin undanúrslit, en liðið sem vinnur fer í úrslitaviðureign, þar sem vinna þarf tvo leiki til að hljóta sæmdarheitið Íslandsmeistari. Í neðri deildum (2. deild og neðar) verða leikin undanúrslit og úrslit í hverri deild, en vinna þarf einn leik í hvorri viðureign. Þau lið sem vinna úrslitaleikina færast ofar í styrkleikaröð og verða meistarar viðkomandi deildar. Fyrri úrslitahelgin er 2.-5. maí og sú seinni 17.-20. maí.