4 maí 2024

Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.

 

Agamál 45/2023-2024

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Elvar Ingi Hjartarson, leikmaður Aþenu/Leiknis/UMFK, sæta tveggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Vestra gegn Aþenu/Leikni/UMFK, sem fram fór þann 5 apríl 2024.

Agamál 53/2023-2024

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Sævar Alexander Pálmason, leikmaður Skallagríms, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Stjarnan gegn Skallagrímur/Snæfell í 11. flokki drengja , sem fram fór þann 26 apríl 2024.

 

Agamál 54/2023-2024

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, DeAndre Kane, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Grindavíkur og Keflavíkur, úrslitakeppni Subwaydeildar karla, sem fram fór þann 30. apríl 2024.

Með vísan til ákvæðis l. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði aukinheldur greiða sekt að fjárhæð 50.000 kr. vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik.

úrskurð má lesa í heild sinni hér