23 maí 2024

Keflavík er Íslandsmeistari í Subway deild kvenna árið 2024. Þær unnu sannfærandi sigur á Njarðvík í gærkvöldi í þriðja leik einvígsins. Leikurinn fór 72-56.  Keflavík er einnig deildarmeistari ásamt því að þær unnu VÍS bikarinn á tímabilinu. Það má með sanni segja að Keflavík sé með besta kvenna liðið á Íslandi í dag. 

Reykjanesbær og Subway á Íslandi gáfu sitthvora milljónina í sigurverðlaun. 

Sara Rún Hinriksdóttir var valin verðmætasti leikmaður úrslitanna, en hún skilaði 21,7 stigum, 5,7 fráköstum og 2,7 stoðsendingum í einvíginu.

Til hamingju Keflavík!