
24 maí 2024
Keflavík varð meistari í 11.flokki drengja í 2. deild 19.maí síðastliðinn með sigri á Laugdælum. Leikurinn fór fram í Dalhúsum og vann Keflavík sannfærandi sigur en lokatölur leiksins voru 65-85.
Einar Örvar Gíslason var valinn verðmætasti leikmaður leiksins með 22 stig, 10 fráköst og 35 framlagstig.
Til hamingju Keflavík!