20 maí 2025

Stjarnan/KFG varð Íslandsmeistari í 12.flokki karla 13. maí síðastliðinn með sigri á Breiðablik/Grindavík. Stjarnan/KFG unnu fyrsta leikinn í Umhyggjuhöllinni og tryggðu sér svo titilinn með sigrí í öðrum leik sem fór fram í Smáranum. Leikurinn fór 90-114 Stjörnunni/KFG í vil. Þjálfari liðsins er Ingi Þór Steinþórsson.

Viktor Jónas Lúðvíksson var valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna, en hann skilaði að meðaltali 17 stigum, 6 fráköstum og 2 stoðsendingum.

Til hamingju Stjarnan/KFG!