15 júl. 2025U18 ára landslið stúlkna lauk keppni á Evrópumótinu á dögunum og endaði í 5. sæti B deildarinnar sem er næst besti árangur liðsins í sögunni.

Liðið mætti Bretum í lokaleiknum og vann 62-56 en liðið lék 8 leiki í mótinu og eru úrslitin sem hér segir:

Ísland - Litháen 73-99
Ísland - Bosnía Herzegovina 110-77
Ísland - Kosovo 82-50
Ísland - Azerbaijan 79-86
Ísland - Úkraína 96-71
Ísland - Króatía 78-81
Ísland - Holland 83-58
Ísland - Bretland 62-56

Svíar urðu í efsta sæti í keppninni, Þjóðverjar í öðru og Króatar í þriðja og færast þessar þjóðir upp í A deild að ári í stað Grikklands, Portúgal og Ísrael sem féllu úr A deild.