20 júl. 2025

U20 ára lið drengja lauk keppni í A deild EuroBasket í dag á Krít þegar liðið tapaði fyrir Þjóðverjum 56-63 og féll þar með í B deild eftir 3 ár í röð í A deildinni.

Friðrik Leó Curtis var atkvæðamestur leikmanna liðsins í mótinu með 14,6 stig og 8,1 frákast en Kristján Fannar Ingólfsson var stigahæstur í dag með 25 stig.

Leikir liðsins:

Ísland – Serbía 76-90
Ísland – Frakkland 53-85
Ísland - Slóvenía 76-74
Ísland – Ítalía 58-101
Ísland – Rúmenía 57-72
Ísland – Úkraína 88-67
Ísland – Þýskaland 56-63

Ítalir fóru með sigur af  hólmi í mótinu eftur sigur á Litháum í úrslitaleiknum.

Eins og fyrr segir fellur Ísland í B deild ásamt Finnlandi og Úkraínu og í stað þeirra koma Lettar, Króatar og Tyrkir í A deildina.