21 júl. 2025

Næstkomandi miðvikudag, 23. júlí, verður dregið í fyrri hluta undankeppni EuroBasket kvenna 2027. FIBA gaf í síðustu viku út fyrirkomulagið á drættinum og styrkleikaröðunina. Ísland er í þriðja styrkleika flokki. 38 þjóðir eru skráðir til leiks á EuroBasket kvenna 2027.

27 þjóðir taka þátt í fyrri undankeppninni og er þeim skipt í 6 riðla með 4 liðum og 1 riðli með 3 liðum. Lokakeppni EuroBasket fer fram í Belgíu, Finnlandi, Litháen og Svíþjóð og verða þessar þjóðir saman í áttunda riðilinum.

Fyrri hluti forkeppninnar fer fram í nóvember 2025 og mars 2026, í 2 gluggum og leikur hver þjóð 3 leiki í hvorum glugga.

Tvö efstu liðin í hverjum riðli ásamt þeim þrem liðum sem ná besta árangri í þriðja sæti komast í seinni hluta forkeppninnar en þar bætast við Frakkland, Ítalía, Spánn, Tékkland, Tyrkland, Ungverjaland og Þýskaland en þau taka þátt í forkeppni HM 2026 núna í mars 2026. Seinni hluti forkeppni EuroBasket 2027 fer fram í tveim gluggum í nóvember 2026 og febrúar 2027. Þar verður liðunum 24 skipt í 6 riðla og 2 efstu úr hverjum riðli komast á EuroBasket 2027 ásamt heimaþjóðunum fjórum.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hvaða þjóðir eru í hverjum styrkleikaflokki í fyrri hluta forkeppninnar.

Hér má lesa nánar um fyrirkomulag forkeppninnar.

Og til að horfa á dráttinn á miðvikudag kl 11 er hægt að smella hér.