
25 júl. 2025
Eins og sagt var frá hér á dögunum tók U20 ára lið karla keppni í A deild á dögunum á Krít. Bjarki Þór Davíðsson FIBA dómari var einnig í mótinu fyrir Íslands hönd og dæmdi 7 leiki með 10 mismunandi dómurum en í þessu móti eru ávallt hópur af toppdómurum Evrópu svo Bjarki hefur notið góðs af því.
Leikirnir eru eftirfarandi:
Tékkland – Rúmenía
Spánn – Pólland
Tékkland – Litháen
Grikkland – Finnland
Finnland – Belgía
Pólland – Belgía
Úkraína - Finnland