27 júl. 2025

U20 ára lið kvenna hélt af stað til Matosinhos í Portúgal í dag, þar sem þær keppa í A deild EuroBasket U20 Women. Mótið hefst þann 2. ágúst en Ísland leikur sinn fyrsta leik gegn Svíþjóð kl 17:00 þann dag að íslenskum tíma.

Liðið mun hinsvegar leik tvo æfingaleiki fyrir mót, á morgun gegn heimakonum í Portúgal og daginn eftir gegn Spáni.

Heimasíðu mótsins þar sem bæði er boðið uppá lifandi tölfræði og beinar útsendingar af leikjum má finna hér 

 

Íslenska hópinn skipa:

Agnes Jónudóttir

Haukar

Anna María Magnúsdóttir

KR

Ása Lind Wolfram

Aþena

Dzana Crnac

Aþena

Emma Hákonardóttir

USA

Heiður Karlsdóttir

USA

Jana Falsdóttir

USA

Kolbrún María Ármannsdóttir

Stjarnan

Rebekka Rut Steingrímsdóttir

KR

Sara Líf Boama

Valur

 

Þjálfari: Ólafur Jónas Sigurðsson

Aðstoðaþjálfarar: Þóra Kristín Jónsdóttir og Sævar Elí Kjartanson