5 ágú. 2025

Karlalandslið Íslands lék um síðustu helgi tvo æfingaleiki á Ítalíu sem lið í undirbúiningi sínum fyrir EuroBasket 2025.

Leikirnir voru leiknir í bænum Trento og var sá fyrri gegn heimamönnum frá Ítalíu og sigruðu heimamenn örugglega 87-61. Martin Hermannsson var stigahæstur með 12 stig, Elvar Friðriksson, Almar Atlason og Kristinn Pálsson skoruðu allir 10 stig, Tryggvi Hlinason skoraði 8, Jón Axel Guðmundsson 3 og Ægir Steinarson, Haukur Pálsson, Orri Gunnarsson og Styrmir Þrastarson skoruðu hver 2 stig. Hilmar Smári Henninsson, Jaka Brodnik, Kári Jónsson og Sigtryggur Arnar Björnsson komust ekki á blað eða komu ekki inná.

Í seinni leiknum lék liðið gegn Póllandi og tapaðist sá leikur 90-92. Sigtryggur Arnar Björnsson var stigahæstur með 25 stig, Hilmar Smári Henningsson skoraði 19 stig, Jón Axel Guðmundsson 12, Kári Jónsson 11, Styrmir Þrastarson 11, Almar Atlason 5, Jako Brodnik 4 og Orri Gunnarsson 3. Aðrir komust ekki á blað eða komu ekki inná.