5 ágú. 2025

Framundan eru fjögur þjálfaranámskeið hjá KKÍ.

KKÍ 1A 22.-24. ágúst 2025

KKÍ 1C 6.-7. september 2025

KKÍ 1B og 2B (fjarnám) 11. september 2025

Frekari upplýsingar um hvert námskeið má finna hér fyrir neðan.

 

SKRÁNING Á ÞJÁLFARANÁMSKEIÐ

-------------

KKÍ þjálfari 1A er kennt í staðnámi dagana 22.-24. ágúst 2025

KKÍ þjálfari 1 skiptist í þrjú námskeið A, B og C. KKÍ 1A er skipt upp í nokkra hluta, Áhersla er lögð á þjálfun minnibolta, byrjenda og barna 12 ára og yngri. Farið er yfir kennslufræði og nálgun á þjálfun barna með það að markmiði að þau haldi áfram og læri leikinn. Á námskeiðinu þjálfa þátttakendur eina stöð í úrvalsbúðum KKÍ, en fyrirkomulag þess verður kynnt frekar við upphaf námskeiðsins.

Þátttökugjald fyrir KKÍ 1A er 30.000 kr. ef skráning og greiðsla klárast í síðasta lagi 12. ágúst, en eftir það hækkar námskeiðsgjald upp í 40.000 kr. Skráningu lýkur kl. 12:00 miðvikudaginn 20. ágúst. Námskeiðið verður einungis haldið náist fullnægjandi fjöldi þátttakenda.

Til að ljúka námskeiðinu þarf að sitja alla hluta þess.

Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi:
Föstudagur 22. ágúst
17:00-17:30         Setning og þjálfaranám KKÍ
17:30-19:00         Kennslufræði minnibolta og skipulag þjálfunar, bóklegt
19:00-19:15         Matur
19:15-20:45         Undirbúningur þjálfunar og hugarfar þjálfara í minnibolta, bóklegt

Laugardagur 23. ágúst
10:00-10:50       Vörn (Varnarstöður 1, 2, 3, 4 og 5), verklegt
11:00-11:50       Skot, fótavinna, þreföld ógnun og skotleikir, verklegt
11:50-12:30       Matur
12:30-13:20       Boltaæfingar, knattrak og leikir, verklegt 
13:30-14:20       Upphaf sóknar, V-hlaup (e. V-cut) og sendingar, verklegt
14:30-15:20       SSG og stignun þeirra, verklegt
15:20-16:00       Umræður

Sunnudagur 24. ágúst
09:00                Úrvalsbúðir (þátttakendur þjálfa í úrvalsbúðum, fá dagskrá á föstudegi)

Þátttakendur mæta í íþróttafötum í körfuboltaskóm í alla verklega tíma. Til að ljúka námskeiðinu þarf að sitja alla hluta þess.

 

-------------


KKÍ þjálfari 1B er kennt í fjarnámi og hefst 11. september 2025
Námskeiðið er kennt er í fjarnámi. Í þessum hluta er meðal annars farið í:

  • Verkefni varðandi leikreglur í körfubolta. Ef þjálfarar vilja einnig sækja sér dómararéttindi þarf að bæta við verklegu dómaraprófi.
  • Mótafyrirkomulag KKÍ. 
  • Sögu körfuboltans.
  • Skipulag æfinga.
  • Fyrirlestur um þjálfun á Youtube.
  • Grein um þjálfun körfubolta.

Þátttakendur geta unnið verkefnin á sínum hraða, en öllum þátttum námskeiðsins skal lokið eigi síðar en 1. desember 2025. Nemendur í fjarnámi þurfa að gera ráð fyrir tíma í verkefnavinnu og ekki verður tekið við verkefnum eftir 1. desember.

Þátttökugjald fyrir 1B er 18.000 kr. og skal greitt áður en námskeið hefst.
 

-------------

KKÍ þjálfari 1C er kennt í staðnámi dagana 6.-7. september 2025
KKÍ þjálfari 1C er helgarnámskeið. Áhersla er lögð á þjálfun barna 14 ára og yngri í KKÍ 1C náminu. Hér er lögð meiri áhersla á samvinnu leikmanna en var gert í 1A. Þjálfarar sem hafa lokið öllum prófum og verkefnum 1 A, B og C námi, ásamt því að hafa lokið ÍSÍ 1 útskrifast með KKÍ 1 þjálfararéttindi.

Áætluð dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi:

Laugardagur 6. september

ATH. dagskrá getur breyst innan dags

Skipulag þjálfunar 14 ára og yngri; Skipulag þjálfunar; Hraðaupphlaup; Taktík – Liðsvörn – maður á mann; Skot og skotæfingar

Sunnudagur 7. september

ATH. dagskrá getur breyst innan dags

Vörn 1-á-1; Taktík - Liðssókn - Hreyfingar án bolta; 1-á-1 sem kennslutæki; Skipulagning æfinga; Umræður; Skriflegt próf


Þegar þjálfari hefur lokið KKÍ 1A, 1B og 1C, ásamt ÍSÍ 1 telst þjálfari vera KKÍ þjálfari 1.

Athugið að dagskrá getur tekið breytingum, þar sem námskeiðshlutar geta færst til.

Þátttökugjald fyrir KKÍ 1C er 30.000 kr. ef skráning og greiðsla klárast í síðasta lagi 26. ágúst, en eftir það hækkar námskeiðsgjald upp í 40.000 kr. Námskeiðið verður einungis haldið náist fullnægjandi fjöldi þátttakenda.


-------------

 

KKÍ 2B | fjarnámskeið | hefst 11. september
KKÍ þjálfari 2B er kennt í fjarnámi og hefst 11. september 2025.

Námskeiðið er kennt í fjarnámi. Í þessum hluta er meðal annars farið í:

  1. Vettvangsnám.
  2. Heimsókn til þjálfara þar sem fylgst er með æfingum hjá tveimur þjálfurum í meistaraflokki og vinna verkefni með samanburð á aðferðum þjálfara.
  3. Þjálfarafyrirlestur á netinu þar sem unnið er verkefni upp úr fyrirlestri.
  4. Leikgreining er þar sem þjálfari horfir á leik og greinir helstu atriði.
  5. Lesa grein um þjálfun og vinna verkefni upp úr því.
  6. Reglupróf II, þar sem þjálfari þarf að kynna sér leikreglurnar vandlega og leysa verkefni upp úr þeim.

Þátttakendur geta unnið verkefnin á sínum hraða, en öllum þátttum námskeiðsins skal lokið eigi síðar en 7. desember 2025. Nemendur í fjarnámi þurfa að gera ráð fyrir tíma í verkefnavinnu og ekki verður tekið við verkefnum eftir 14. desember.

Þátttökugjald fyrir 2B er 32.000 kr. og skal greitt áður en námskeið hefst.