.png)
5 ágú. 2025
Framundan eru fjögur þjálfaranámskeið hjá KKÍ.
KKÍ 1A 22.-24. ágúst 2025
KKÍ 1C 6.-7. september 2025
KKÍ 1B og 2B (fjarnám) 11. september 2025
Frekari upplýsingar um hvert námskeið má finna hér fyrir neðan.
-------------
KKÍ þjálfari 1A er kennt í staðnámi dagana 22.-24. ágúst 2025
KKÍ þjálfari 1 skiptist í þrjú námskeið A, B og C. KKÍ 1A er skipt upp í nokkra hluta, Áhersla er lögð á þjálfun minnibolta, byrjenda og barna 12 ára og yngri. Farið er yfir kennslufræði og nálgun á þjálfun barna með það að markmiði að þau haldi áfram og læri leikinn. Á námskeiðinu þjálfa þátttakendur eina stöð í úrvalsbúðum KKÍ, en fyrirkomulag þess verður kynnt frekar við upphaf námskeiðsins.
Þátttökugjald fyrir KKÍ 1A er 30.000 kr. ef skráning og greiðsla klárast í síðasta lagi 12. ágúst, en eftir það hækkar námskeiðsgjald upp í 40.000 kr. Skráningu lýkur kl. 12:00 miðvikudaginn 20. ágúst. Námskeiðið verður einungis haldið náist fullnægjandi fjöldi þátttakenda.
Til að ljúka námskeiðinu þarf að sitja alla hluta þess.
Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi:
Föstudagur 22. ágúst
17:00-17:30 Setning og þjálfaranám KKÍ
17:30-19:00 Kennslufræði minnibolta og skipulag þjálfunar, bóklegt
19:00-19:15 Matur
19:15-20:45 Undirbúningur þjálfunar og hugarfar þjálfara í minnibolta, bóklegt
Laugardagur 23. ágúst
10:00-10:50 Vörn (Varnarstöður 1, 2, 3, 4 og 5), verklegt
11:00-11:50 Skot, fótavinna, þreföld ógnun og skotleikir, verklegt
11:50-12:30 Matur
12:30-13:20 Boltaæfingar, knattrak og leikir, verklegt
13:30-14:20 Upphaf sóknar, V-hlaup (e. V-cut) og sendingar, verklegt
14:30-15:20 SSG og stignun þeirra, verklegt
15:20-16:00 Umræður
Sunnudagur 24. ágúst
09:00 Úrvalsbúðir (þátttakendur þjálfa í úrvalsbúðum, fá dagskrá á föstudegi)
Þátttakendur mæta í íþróttafötum í körfuboltaskóm í alla verklega tíma. Til að ljúka námskeiðinu þarf að sitja alla hluta þess.
-------------
KKÍ þjálfari 1B er kennt í fjarnámi og hefst 11. september 2025
Námskeiðið er kennt er í fjarnámi. Í þessum hluta er meðal annars farið í:
- Verkefni varðandi leikreglur í körfubolta. Ef þjálfarar vilja einnig sækja sér dómararéttindi þarf að bæta við verklegu dómaraprófi.
- Mótafyrirkomulag KKÍ.
- Sögu körfuboltans.
- Skipulag æfinga.
- Fyrirlestur um þjálfun á Youtube.
- Grein um þjálfun körfubolta.
Þátttakendur geta unnið verkefnin á sínum hraða, en öllum þátttum námskeiðsins skal lokið eigi síðar en 1. desember 2025. Nemendur í fjarnámi þurfa að gera ráð fyrir tíma í verkefnavinnu og ekki verður tekið við verkefnum eftir 1. desember.
Þátttökugjald fyrir 1B er 18.000 kr. og skal greitt áður en námskeið hefst.
-------------
KKÍ þjálfari 1C er kennt í staðnámi dagana 6.-7. september 2025
KKÍ þjálfari 1C er helgarnámskeið. Áhersla er lögð á þjálfun barna 14 ára og yngri í KKÍ 1C náminu. Hér er lögð meiri áhersla á samvinnu leikmanna en var gert í 1A. Þjálfarar sem hafa lokið öllum prófum og verkefnum 1 A, B og C námi, ásamt því að hafa lokið ÍSÍ 1 útskrifast með KKÍ 1 þjálfararéttindi.
Áætluð dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi:
Laugardagur 6. september
ATH. dagskrá getur breyst innan dags
Skipulag þjálfunar 14 ára og yngri; Skipulag þjálfunar; Hraðaupphlaup; Taktík – Liðsvörn – maður á mann; Skot og skotæfingar
Sunnudagur 7. september
ATH. dagskrá getur breyst innan dags
Vörn 1-á-1; Taktík - Liðssókn - Hreyfingar án bolta; 1-á-1 sem kennslutæki; Skipulagning æfinga; Umræður; Skriflegt próf
Þegar þjálfari hefur lokið KKÍ 1A, 1B og 1C, ásamt ÍSÍ 1 telst þjálfari vera KKÍ þjálfari 1.
Athugið að dagskrá getur tekið breytingum, þar sem námskeiðshlutar geta færst til.
Þátttökugjald fyrir KKÍ 1C er 30.000 kr. ef skráning og greiðsla klárast í síðasta lagi 26. ágúst, en eftir það hækkar námskeiðsgjald upp í 40.000 kr. Námskeiðið verður einungis haldið náist fullnægjandi fjöldi þátttakenda.
-------------
KKÍ 2B | fjarnámskeið | hefst 11. september
KKÍ þjálfari 2B er kennt í fjarnámi og hefst 11. september 2025.
Námskeiðið er kennt í fjarnámi. Í þessum hluta er meðal annars farið í:
- Vettvangsnám.
- Heimsókn til þjálfara þar sem fylgst er með æfingum hjá tveimur þjálfurum í meistaraflokki og vinna verkefni með samanburð á aðferðum þjálfara.
- Þjálfarafyrirlestur á netinu þar sem unnið er verkefni upp úr fyrirlestri.
- Leikgreining er þar sem þjálfari horfir á leik og greinir helstu atriði.
- Lesa grein um þjálfun og vinna verkefni upp úr því.
- Reglupróf II, þar sem þjálfari þarf að kynna sér leikreglurnar vandlega og leysa verkefni upp úr þeim.
Þátttakendur geta unnið verkefnin á sínum hraða, en öllum þátttum námskeiðsins skal lokið eigi síðar en 7. desember 2025. Nemendur í fjarnámi þurfa að gera ráð fyrir tíma í verkefnavinnu og ekki verður tekið við verkefnum eftir 14. desember.
Þátttökugjald fyrir 2B er 32.000 kr. og skal greitt áður en námskeið hefst.