
19 ágú. 2025Landsliðshópur íslenska karlalandsins í körfuknattleik er klár og er lokaundirbúningur á síðustu metrunum.
Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik tekur þátt á sínu þriðja EuroBasket sem fer fram 27. ágúst - 14. september. Riðlakeppnin fer fram 27. ágúst - 4. september og er leikið í í fjórum löndum, Kýpur, Lettlandi, Finnlandi og Póllandi. 16 liða úrslit eru leikinn í Lettlandi 6. - 14. september.
Riðill íslenska liðsins fara fram í Katowice í Póllandi og verður fyrsti leikur á móti Ísrael fimmtudaginn, 28. ágúst kl. 12:00 að íslenskum tíma.
Þjálfarateymi liðsins þeir Craig Pedersen, Baldur Þór Ragnarssonog Viðar Örn Hafsteinsson hafa gefið út hópinn sem fer á EuroBasket.
Landsliðshópinn skipa:
Leikmenn:
Elvar Már Friðriksson – Maroussi, Grikkland – 78 landsleikir
Haukur Helgi Pálsson – Álftanes – 79 landsleikir
Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 24 landsleikir
Jón Axel Guðmundsson – Burgos, Spáni – 39 landsleikir
Kári Jónsson – Valur – 39 landsleikir
Kristinn Pálsson – Valur – 41 landsleikir
Martin Hermannsson – Alba Berlin, Þýskaland – 81 landsleikir
Orri Gunnarsson – Stjarnan – 15 landsleikir
Styrmir Snær Þrastarson – Belfius-Mons, Belgía – 24 landsleikir
Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 41 landsleikir
Tryggvi Hlinason – Bilbao, Spánn – 73 landsleikir
Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan - 95 landsleikir
Starfsfólk:
Craig Pedersen, þjálfari
Baldur Þór Ragnarsson, aðstoðarþjálfari
Viðar Örn Hafsteinsson, aðstoðarþjálfari
Gunnar Sverrisson, liðsstjóri
Valdimar Halldórsson, sjúkraþjálfari
Gunnar Már Másson, íþrótta-og hreyfifræðingur
Björn Orri Hermannsson, íþróttasálfræðiráðgjafi
Hallgrímur Kjartansson, læknir
Sigrún Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri KKÍ og yfirfararstjóri
Hörður Unnsteinsson, afreksstjóri KKÍ og fararstjóri
Kristinn Albertsson, formaður KKÍ
Herbert Arnarson, varaformaður KKÍ og formaður afreksnefndar
Hannes S.Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ og varaforseti FIBA Europe
Einnig er fjögurra manna teymi sem sinnir miðlum KKÍ og íslenskum fjölmiðlum á meðan mótinu stendur samkvæmt kröfum FIBA Europe.
Kristján Ingi Gunnarsson, tengiliður við FIBA Europe
Kristján Jónsson, tengiliður við fjölmiðla
Jón Gautur Hannesson, ljósmyndari
Arnar Laufdal, samfélagsmiðlar
Allir leikir íslenska liðsins verða í beinni útsendingu á RÚV og RÚV 2.
RÚV verður með góða umfjöllun á öllum sínum miðlum um leikina auk þess verður Stofan með upphitun fyrir og eftir alla leiki Íslands. Auk leikja í riðlakeppni þá verða allir leikir frá 16-liða úrslitum í beinni á RÚV og RÚV og verða því 40 leikir í beinni útsendingu.
Fimmtudagur 28. ágúst
Kl.12:00 á íslenskum tíma (kl. 14:00 á pólskum tíma) - Ísrael - Ísland
Laugardagur 30. ágúst
Kl.12:00 á íslenskum tíma (kl. 14:00 á pólskum tíma) - Ísland - Belgía
Sunnudagur 31. ágúst
Kl.18:30 á íslenskum tíma (kl. 20:30 á pólskum tíma) - Póland - Ísland
Þriðjudagur 2. september
Kl.15:00 á íslenskum tíma (kl. 17:00 á pólskum tíma) - Ísland - Slóvenía
Fimmtudagur 4. september
Kl.12:00 á íslenskum tíma (kl. 14:00 á pólskum tíma) - Frakkland - Ísland
Lokaundirbúningur á síðustu metrunum.
Á fimmtudaginn 21. ágúst heldur liðið til Vilníus í Litháen þar sem það mætir heimamönnum í æfingaleik á föstudaginn 22. ágúst kl.16:30 að íslenskum tíma. Leikurinn fer fram í borginni Alytus og verður leikurinn í beinni útsendingu á RÚV.
Á mánudaginn 25. ágúst ferðast hópurinn frá Vilnius til Katowice í Póllandi.
Allar upplýsingar um EuroBasket má finna hérns: https://www.fiba.basketball/en/events/fiba-eurobasket-2025
Áfram Ísland!