
19 ágú. 2025
U16 ára lið kvenna hélt af stað til Istanbúl í Tyrklandi í morgun, þar sem liðið leikur í B deild Evrópumótsins. Fyrsti leikur liðsins er á morgun (20. ágúst) gegn Írlandi kl 17:30 á íslenskum tíma.
Á heimasíðu mótsins verður hægt að horfa á beinar útsendingar frá leikjum liðsins, ásamt því að fylgjast með lifandi tölfræði.
Heimasíða mótsins - https://www.fiba.basketball/en/events/fiba-u16-womens-eurobasket-2025-division-b
Hópur U16 stúlkna
Arna Rún Eyþórsdóttir - Fjölnir
Arnheiður Ísleif Ólafsdóttir - Haukar
Ásdís Freyja Georgsdóttir - Haukar
Berglind Katla Hlynsdóttir - Stjarnan
Brynja Benediktsdóttir - Ármann
Elín Heiða Hermannsdóttir - Fjölnir
Hafrós Myrra Hafsteinssdóttir - Haukar
Helga Jara Bjarnadóttir - Njarðvík
Katla Lind Guðjónsdóttir - Fjölnir
Klara Líf Blöndal Pálsdóttir - KR
Sigrún Sól Brjánsdóttir - Stjarnan
Þjálfari: Daníel Andri Halldórsson
Aðstoðarþjálfarar: Viktor Marínó Alexandersson og Stefanía Ósk Ólafsdóttir
Jóhannes Páll Friðriksson ferðast einnig með hópnum sem dómari á vegum FIBA