
15 sep. 2025
EuroBasket karla lauk í gær með sigri Þjóðverja. Íslenska liðið lék 5 leiki í riðlakeppni mótsins í Katowice í Póllandi. Því miður náði ekki að vinna leik en var nálægt því í 4 leikjanna og sýndi að Ísland á heima á þessu stóra sviði. Liðið endaði í 22. sæti sem er besti árangur liðsins í sögunni.
Það er gaman að segja frá því að fleiri Íslendingar tóku þátt í mótinu. Rúnar Birgir Gíslason var eftirlitsmaður í B riðli sem var leikinn í Tampere í Finnlandi og sinnti hann eftirliti í 8 leikjum. Þ.á.m. fyrsta leik mótsins. Hannes Jónsson framkvæmdastjóri KKÍ sem jafnframt er einn af varaforsetum FIBA Europe tók svo þátt í að afhenda verðlaun eftir úrslitaleikinn í gær. Það má því segja að Ísledingar hafa tekið þátt í mótinu frá fyrstu til síðustu mínútu.
Úrsleit leikja Íslands:
Ísland – Ísrael 71-83
Ísland – Belgía 64-71
Ísland – Pólland 75-84
Ísland – Slóvenía 79-87
Ísland – Frakkland 74-114
Tryggvi Hlinason endaði mótið í 1. sæti í vörðum skotum í leik og í 6. sæti yfir framlagsstig