
23 sep. 2025
Um næstu helgi fara fram hinir árlegu leikir Meistarar meistaranna, en það eru leikir Íslandsmeistara síðasta árs gegn bikarmeisturum síðasta árs.
Í ár fer kvennaleikurinn fram á laugardaginn á Ásvöllum á heimavelli Íslandsmeistara Hauka, en þá mætast Haukar og bikarmeistarar Njarðvíkur.
Karlaleikurinn fer svo fram á sunnudeginum á heimavelli Íslandsmeistara Stjörnunnar kl. 19:15 í ÞG Verk höllinni þegar Stjarnan mætir bikarmeisturum Vals.
Meistarakeppni kvenna:
Haukar – Njarðvík
Laugardagurinn 27. september kl.19:15
Ásvellir
Miðasala á Stubb
Meistarakeppni karla:
Stjarnan - Valur
Sunnudagurinn 28. september kl.19:15
ÞG Verk höllin
Miðasala á Stubb
Leikirnir verða í beinni útsendingu hjá Sýn Sport