
30 sep. 2025
Í kvöld hefst keppni í Bónus deild kvenna þetta tímabilið með þremur leikjum. Stjarnan og bikarmeistarar Njarðvíkur ríða á vaðið og hefja tímabilið með leik í ÞG VERK höllinni kl.18:15. Nýliðaslagur verður í Laugardalshöll þegar Ármann og KR mætast og Tindastóll mætir í heimsókn til Íslandsmeistara Hauka á Ásvöllum. Annað kvöld mætast Keflavík og Valur og Hamar/Þór tekur á móti Grindavík. Allir þessir leikir hefjast kl.19:15 og eru í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Sjáumst á vellinum!