
2 okt. 2025
Í kvöld hefst keppni í Bónus deild karla þetta tímabilið með fjórum leikjum. Nýliðar ÍA fá Þór Þ. í heimsókn, KR taka á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar, Álftanes fær nýliða Ármanns í Kaldalónshöllina og ÍR heldur suður um sjó og heimsækir Keflvíkinga. Annað kvöld er síðan nágrannaslagur í HS-Orku höllinni í Grindavík þegar Grindavík og Njarðvík mætast. Allir leikirnir hefjast kl. 19:15 og eru í beinni útsendingu á Sýn Sport. Lokaleikur umferðarinnar fer síðan fram á laugardeginum 4. október kl.16:15 þegar bikarameistara Vals fá Tindastól í heimsókn á Hlíðarenda og er leikurinn í beinni útsendingu á Sýn Sport eins og allir leikir í Bónus deildum á keppnistímabilinu.
Sjáumst á vellinum!