
Noregur og Ísland mætast öðru sinni núna kl. 16:00 að íslenskum tíma en leikurinn fer fram í Bergen í Noregi. Um er að ræða seinni vináttulandsleik þjóðanna í tilefni af 50 ára afmæli norska sambandsins.
Í gær léku fimm leikmenn sinn fyrsta A-landsleik en það eru þeir Kristján Leifur Sverrisson, Emil Barja, Haukur Óskarsson, Collin Pryor og Danero Thomas.
#korfubolti