Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

U15 ára landsliðs æfingahópar æfa um helgina

18 jún. 2021Um komandi helgi, 18.-20. júní, munu U15 ára landsliðs æfingahópar drengja og stúlkna koma saman til æfinga. Liðin æfa yfir helgina en þetta er fyrsta æfingahelgin af þrem hjá liðunum þetta sumarið. Ljóst var snemma í vor að engin mót yrðu í ár en hóparnir hittast og æfa saman. Búið er að boða leikmenn til æfinga og eru eftirtaldir leikmenn þeir sem skipa æfingahópana:Meira
Mynd með frétt

U14 æfingabúðir um helgina

18 jún. 2021KKÍ mun standa fyrir æfingahópum í U14 (áður Afreksbúðir) í ár líkt og síðastliðin sumur. U14 eru undanfari að U15 ára landsliði Íslands sem kallað verður inn til æfinga milli jóla og nýárs 2021. Í U14 æfingahópum er það yfirþjálfari ásamt vel völdum gestaþjálfurum stjórna ýmsum tækniæfingum. Meira
Mynd með frétt

EuroBasket kvenna 2021 hefst á morgun

16 jún. 2021EuroBasket kvenna 2021 hefst á morgun, sjálfan 17. júní. Mótið fer fram í Strasbourg í Frakklandi og í Valencia á Spáni að þessu sinn. Þar leika til að mynda Slóvenía og Grikkland sem léku með Íslandi í riðli í undankeppninni. Svíþjóð er eina norðulandaþjóðin sem á fullrúa í keppninni að þessu sinni en alls eru það 16 lið sem taka þátt og leika í fjórum fjögurra liða riðlum. Hægt verður að fylgjast með öllu varðandi keppnina á heimasíðu mótsins: http://www.fiba.basketball/womenseurobasket/2021 og undir #EuroBasketWomen á samfélagsmiðlum. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Leikdagar í úrslitum Domino's deildar karla

15 jún. 2021Framundan eru úrslit Domino's deildar karla, hvar Keflavík og Þór Þ. mætast í baráttu um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla: Úrslitin 2021 · KEFLAVÍK-ÞÓR Þ.

14 jún. 2021Það verða Keflavík og Þór Þorlákshöfn sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í Domino's deild karla í ár. Þetta var ljóst eftir oddaleik laugardagsins þar sem Þór Þ. lagði Stjörnuna og leika því til úrslita gegn Keflavík sem sló út ríkjandi Íslandsmeistara KR. Sagan: Keflavík hefur, síðan 8-liða úrslitakeppni var tekin upp árið 1995, 7 sinnum orðið deildarmeistari og 6 sinnum orðið Íslandsmeistari, síðast árið 2008. Þór Þorlákshöfn hefur ekki orðið deildarmeistari né Íslandsmeistari en liðið hefur einu sinni leikið til úrslita í Domino's deildinni og var það árið 2012. Allir leikir úrslitanna verða sendir út á Stöð 2 Sport með viðhafnar útsendingu og Domino's Körfuboltakvöldi fyrir og eftir leik á hverjum leikdegi. Allir leikir seríunnar fara fram kl. 20:15. Meira
Mynd með frétt

Grindavík sigurvegari úrslitakeppni 1. deildar kvenna - leika í efstu deild að ári

12 jún. 2021Grindavík sigraði í kvöld lokaúrslitin í 1. deild kvenna með því að sigra einvígið gegn Njarðvík 3-2. Lokatölur oddaleiksins 68:75 fyrir Grindavík. Grindavík leikur því í efstu deild á næsta tímabili.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla: ODDALEIKUR í undanúrslitunum · ÞÓR Þ.-STJARNAN

12 jún. 2021ODDALEIKUR í Domino's deild karla í kvöld! Þór Þ. og Stjarnan leika upp á sæti í lokaúrslitunum gegn Keflavík í kvöld kl. 20:15 í Þorlákshöfn. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport! 🏆 UNDANÚRSLIT 2021 · ODDALEIKUR 🍕 Domino's deild karla 🗓 Lau. 12. júní 📍 Icelandic Glacial-höllin, Þorlákshöfn 📺 Beint á Stöð 2 Sport 🖥 LIVEstatt á kki.is ➡️ https://bit.ly/3i3OO50 ⏰ 20:15 🏀 ÞÓR Þ. (2) - STJARNAN (2) ⏰ 19:45 + 22:00 📺 Domino's Körfuboltakvöld fyrir og eftir leikMeira
Mynd með frétt

ODDALEIKUR: Úrslit 1. deildar kvenna ráðast í kvöld!

12 jún. 2021Njarðvík og Grindavík leika hreinan úrslitaleik í kvöld um sigur í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í ár þegar liðin mætast í fimmta leik sínum kl. 19.15. Leikið verður í Njarðtaks-gryfjunni í Reykjanesbæ. Hægt verður að fylgjast með lifandi tölfræði á kki.is og mögulega streymi á Njarðvík-TV. ​Meira
Mynd með frétt

Vestri sigurvegarar í úrslitakeppni 1. deildar karla - Leika í efstu deild að ári!

12 jún. 2021Vestri sigraði í kvöld lokaúrslitin í 1. deild karla með því að sigra einvígið gegn Hamar 3-1. Lokatölur fyrir vestan 100:82 í kvöld. Vestir leikur því í efstu deild á næsta tímabili en þeir voru síðast í efstu deild tímabilið 2013-2014 og þá undir merkjum KFÍ. Það verða því Breiðablik og Vestri sem fara upp á þessu tímabili og taka liðin sæti Hauka og Hattar sem leika í 1. deild á næsta ári. KKÍ óskar Vestra til lukku með árangurinn!Meira
Mynd með frétt

Úrslit 1. deildar karla: Vestri-Hamar í kvöld · Leikur 4

11 jún. 2021Fjórði leikur milli Vestra og Hamars fer fram í kvöld þegar liðin mætast í Jakanum á Ísafirði. Vestri leiðir 2-1 í einvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja sér sæti í efstu deild að ári! Leikurinn hefst kl. 20:00Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppni Domino's deildar karla · Stjarnan-Þór Þorlákshöfn á Stöð 2 Sport í kvöld

9 jún. 2021Í kvöld kl. 20:15 mætast Stjarnan og Þór Þ. í fjórða skiptið í undanúrslitum Domino's deildar karla. Staðan er 2-1 fyrir Þór Þ. en þrjá sigra þarf til að leika til úrslita í ár gegn Keflavík, sem tryggði sér sæti í lokaúrslitunum með því að slá út KR. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og lifandi tölfræði verður á sínum stað á kki.is.Meira
Mynd með frétt

Úrslit 1. deildar kvenna: Grindavík-Njarðvík í kvöld!

9 jún. 2021Í kvöld mætast í fjórða leik sínum Grindavík og Njarðvík í HS Orku-höllinni í Grindavík. Staðan lokaúrslitunum er 2-1 fyrir Njarðvík en það lið sem sigrar fyrst þrjá leiki vinnur einvígið og þar með úrslitakeppni 1. deildar kvenna í ár. Leikurinn hefst kl. 19:15 í kvöld. Meira
Mynd með frétt

Úrslit 1. deildar karla: Hamar-Vestri · Leikur 3

8 jún. 2021Hamar og Vestri mætast í þriðja leik sínum í kvöld í Hveragerði kl. 19:15. Þetta er þriðji leikurinn í lokaúrslitum 1. deildar en liðin hafa unnið sitthvorn heimaleikinn í seríunni og staðan því 1-1. Það lið sem fyrr nær að vinna þrjá leiki leikur í efstu deild að ári. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Keflavík-KR í kvöld · Leikur 3

7 jún. 2021Þriðji leikur Keflavíkur og KR fer fram í kvöld í Blue-höllinni í Reykjanesbæ í undanúrslitum Domino's deildar karla. Staðan er 2-0 fyrir Keflavík en þrjá sigra þarf til að trygga sér sæti í úrslitunum í ár. Leikurinn hefst kl. 20:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og lifandi tölfræði er á sínum stað á kki.is. Meira
Mynd með frétt

Úrslit 1. deildar kvenna í kvöld: Njarðvík-Grindavík (Leikur 3)

6 jún. 2021Njarðvík tekur á móti Grindavík í úrslitum 1. deildar kvenna í kvöld kl. 19:15 í Njarðtaks-Gryfjunni. Staðan er 2-0 fyrir Njarðvík en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki leikur í efstu deild að ári. Síðasti leikur var bráðfjörugur og þurfti að framlengja í þrígang til að knýja fram úrslit og því má búast við fjörugum leik í kvöld. Meira
Mynd með frétt

Úrslit 1. deildar karla: Vestri-Hamar í kvöld

5 jún. 2021Í kvöld mætast öðru sinni Hamar og Vestri í úrslitum 1. deildar karla. Leikið verður á Ísafirði í kvöld kl. 19:15. Hamar vann fyrsta leik liðanna en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki leikur í efstu deild að ári.Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppni Domino's deildar karla · KR-KEFLAVÍK í kvöld

4 jún. 2021KR og Keflavík mætast öðru sinni í kvöld í undanúrslitum Domino's deildar karla. Leikurinn hefst kl. 20:15 og fer fram á Meistaravöllum í Vesturbænum á heimavelli KR. Stöð 2 Sport sýnir beint frá leiknum og Domino's Körfuboltakvöld verður með upphitun fyrir leik og uppgjör beint eftir leik.Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppni Domino's deildar karla · Stjarnan-Þór Þorlákshöfn á Stöð 2 Sport í kvöld

3 jún. 2021Stjarnan og Þór Þorlákshöfn mætast öðru sinni í undanúrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Stjarnan leiðir einvígið 1-0 en leikið verður í Mathús Garðabærjar-höllinni í kvöld. Leikurinn hefst kl. 20:15 en fyrir og eftir leik verður Dominon's Körfuboltakvöld á staðnum með upphitun og uppgjör. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og er áhorfendum sem ætla í Garðabæinn bent á Stubb miða-appið til að tryggja sér miða. Meira
Mynd með frétt

Úrslit 1. deildar kvenna í kvöld: Grindavík-Njarðvík (Leikur 2)

3 jún. 2021Í kvöld mætast öðru sinni Grindavík og Njarðvík í öðrum leik sínum í úrslitum 1. deildar kvenna. Njarðvík vann fyrsta leikinn í rimmunni en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki leikur í efstu deild að ári. Leikurinn verður í beinu netstreymi á Njarðvík-TV.Meira
Mynd með frétt

Valur Íslandsmeistari Domino's deildar kvenna 2021!

3 jún. 2021Valur er Íslandsmeistari í Domino's deild kvenna eftir 3-0 sigur á Haukum í úrslitaeinvígi deildarinnar.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira