17 des. 2019Fljótlega eftir að leik ÍR og Tindastóls í Domino´s deild karla lauk, kom upp orðrómur um að úrslitum leiksins hefði verið hagrætt og gefið sterklega í skyn að leikmenn Tindastóls hafi átt þar hlut að máli. Það er ljóst eftir skoðun KKÍ á leiknum að leikmenn Tindastóls hafi ekki komið að hagræðingu úrslita á leiknum og eiga engan hluta að þessum breytingum á forgjöf/stuðlum.
Ástæðan fyrir þessum sterka orðrómi var sú að forgjöf/stuðlar á leikinn hefðu breyst mjög hratt á skömmum tíma úr því að Tindastóll myndi vinna leikinn yfir í að Tindastóll myndi tapa leiknum. Í kjölfarið á þessum orðrómi ákvað KKÍ strax að grípa til aðgerða, enda er hagræðing úrslita ein mesta ógn sem íþróttahreyfingin stendur fyrir nú á tímum.
KKÍ hefur fengið einstaklinga til að skoða leikinn og fara yfir frammistöðu leikmanna bæði í vörn og sókn með það í huga að sjá hvort eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað.
Niðurstaðan er sú að svo sé ekki.
Meira