Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

1. deild karla hefst í kvöld

6 okt. 2023Í kvöld hefst keppni í 1. deild karla þetta tímabilið með sex leikjum. Skallagrímur fær KR í heimsókn, Fjölnir tekur á móti Sindra, Ármann fær Selfyssinga til sín, Þróttur V. sækir ÍR heim, Þór Ak. ferðast í Hólminn og mætir Snæfelli og ÍA tekur á móti Hrunamönnum. Sjáumst á vellinum!Meira
Mynd með frétt

Lifandi tölfræði · Subway deild karla

5 okt. 2023Leikir kvöldsins, á morgun og sunnudag fyrstu umferð í Subway deild karla verða aðgengilegir í lifandi tölfræði hér fyrir neðan og á hefðbundinn hátt á forsíðu kki.is: Meira
Mynd með frétt

Venslasamningar

5 okt. 2023Nú hefur orðið sú breyting á að framkvæma þarf allar beiðnir um venslasamninga inni í Passport (https://passport.mygameday.app/account/). Áfram gilda öll ákvæði reglugerðar um venslasamninga, þó framkvæmd við að óska eftir venslum breytist. Vinsamlegast athugið að þið þurfið að klára þetta ferli fyrir fyrsta leik og að greiða venslagjald til KKÍ til að leikmaður öðlist hlutgengi með fósturfélagi. Ferlið er eftirfarandi: Fósturfélag fer inn í Passport, finnur leikmann og óskar eftir venslum. Móðurfélag fer inn í Passport og staðfestir venslin. KKÍ staðfestir venslin. Gæta þarf sérstaklega að því að leikmaður sem á að fara út á vensl þarf að vera skráður sem leikmaður móðurfélags, annars er ekki hægt að óska eftir venslum. Leikmaður sem er að fara á vensl á því ekki að skrá sig sem leikmaður fósturfélags, sú færsla á sér stað með því að fylgja leiðbeiningunum hér að neðan. Hafi leikmaður ekki þegar skráð sig þarf hann að fara hingað og ganga frá eigin skráningu í Gameday. Móðurfélag getur alltaf séð lista yfir alla þá einstaklinga sem hafa skráð sig og eru samþykktir undir Members > List Members, sem og undir Members > Pending Registration fyrir þá einstaklinga sem bíða samþykktar (yfirleitt vegna þess að það vantar félagaskipti, gögn fyrir erlenda leikmenn eða greiðslur) Vinsamlegast athugið að þó leiðbeiningarnar geti virst yfirgripsmiklar, þá eru skrefin einföld og taka ekki langan tíma. Ef þið lendið í vanda með ferlið, heyrið þá í okkur hjá KKÍ og við finnum út úr hlutunum saman.Meira
Mynd með frétt

Subway deild karla hefst í kvöld!

5 okt. 2023Í kvöld hefst keppni í Subway deild karla þetta tímabilið með fjórum leikjum. Nýliðar Hamars taka á móti Keflavík, Grindavík fær Hött í heimsókn, Haukar heimsækja Breiðablik og í sjónvarpsleik kvöldsins eru það Njarðvíkingar og Stjarnan sem mætast. Allir leikirnir hefjast kl. 19:15. Annað kvöld eru það svo Þorlákshafnar Þórsarar sem taka á móti Valsmönnum. Umferðinni lýkur svo á sunnudag þegar Íslandsmeistarar Tindastóls heimsækja nýliða Álftaness. Sjáumst á vellinum! ​Meira
Mynd með frétt

32 liða úrslit VÍS bikars | viðureignir

4 okt. 2023Dregið var í 32 lið úrslit VÍS bikarkeppni karla og kvenna í Laugardalnum í dag. Það er mikið ánægjuefni að VÍS skuli áfram vera bakhjarl bikarkeppni KKÍ, en samstarfið hefur gengið frábærlega með þessum öflugu styrktaraðilum VÍS bikarsins. Meira
Mynd með frétt

Sjáðu alla leiki og stöðu í Gameday appinu!

4 okt. 2023Nýju mótakerfi KKÍ fylgir Gameday appið, hvar hægt er að fylgjast með leikjadagskrá, úrslitum og stöðu allra flokka og deilda innan KKÍ. Appið er ókeypis og hægt að nálgast það með því að smella hér, eða með því að fylgja hlekk undir Mótamál í valmyndinni efst á kki.is.Meira
Mynd með frétt

Dregið í 32 liða úrslit í VÍS bikarnum í dag

4 okt. 2023Dregið verður í 32 liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna í dag. Að þessu sinni eru 25 lið skráð hjá körlunum og 17 hjá konunum. Það verða því leiknar 9 umferðir í 32 liða úrslitum VÍS bikars karla og ein umferð kvennamegin.Meira
Mynd með frétt

Tindastóll í FIBA Europe Cup í kvöld og annað kvöld

3 okt. 2023Tindastóll hefur leik í dag kl. 16:00 að íslenskum tíma í Eistlandi gegn heimamönnum í Parnu Sadam en þetta er fyrri leikur liðsins í undankeppni FIBA Europe Cup. Tindastóll leikur svo seinni leikinn sinn á morgun á sama tíma á morgun gegn BC Trepka en sigurvegari riðilsins fer áfram í keppninni. 3. október (þriðjudagur) · Linkur á Youtube-streymið (opið) Parnu Sadam · Tindastóll https://www.youtube.com/watch?v=C1WOm_btnWo 4. október (miðvikudagur) · Linkur á Youtube-streymið (opið) Tindastóll - BC Trepka ​https://www.youtube.com/watch?v=A1dybMgVdjQMeira
Mynd með frétt

Hægt að tengja leikjadagskrá þíns liðs við dagatalið!

3 okt. 2023Eins og áður hefur verið sagt frá er KKÍ að innleiða nýtt mótakerfi. Nýja mótakerfinu fylgir sá skemmtilegi valmöguleiki að hægt er að láta tengja leikjadagskrá síns liðs, eða liða, við dagatalið í símanum. Þetta er gert með því að fara inn í viðkomandi deild og smella þar á "Sync to calendar" hnappinn.Meira
Mynd með frétt

Spá Subway og 1. deild karla | tímabilið 2023-2024

28 sep. 2023Spá fyrir Subway og 1. deildir karla var kynnt núna í hádeginu á Grand Hótel. Forsvarsmenn liða í 1. deild karla gera ráð fyrir að KR vinni sér öruggt sæti í Subway deild karla, og að sama skapi er Tindastól spáð Íslandsmeistaratitlinum vorið 2024. Smellið á Meira > til að skoða spána nánar.Meira
Mynd með frétt

Kynningarfundur Subway deildar karla í dag

28 sep. 2023Kynningarfundur Subway deildar karla verður haldinn í hádeginu í dag, en honum verður streymt beint á visir.is. Á fundinum verður kynnt spá þjálfara, fyrirliða og formanna liða í 1. deild karla, spá fjölmiðla fyrir Subway deild karla og spá þjálfara, fyrirliða og formanna liða í Subway deild karla.Meira
Mynd með frétt

Subway deild kvenna hefst í kvöld!

26 sep. 2023Í kvöld hefst keppni í Subway deild kvenna þetta tímabilið með fjórum leikjum. Á Akureyri er sannkallaður nýliðaslagur þegar Þór Ak. tekur á móti Stjörnunni, en sá leikur hefst kl. 18:15. Aðrir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15, en þeir eru Grindavík-Fjölnir, Breiðablik-Valur og Haukar-Snæfell. Á morgun er svo leikur Njarðvíkur og Keflavíkur, en þeim liðum var einmitt spáð tveimur efstu sætum Subway deildarinnar þetta tímabilið. Sjáumst á vellinum!Meira
Mynd með frétt

Nýtt mótakerfi

26 sep. 2023Fyrir núverandi tímabil tók KKÍ í notkun nýtt mótakerfi. Það kom til þar sem eldra mótakerfi náði ekki að uppfylla allar þær kröfur sem gera þarf til kerfisins. Innleiðing nýs mótakerfis hefur staðið yfir stærsta hluta þessa árs og stendur enn yfir, enda mikið verk að koma öllu mótahaldi KKÍ fyrir á einum og sama staðnum. Unnið verður áfram að því að sníða kerfið að starfi körfuknattleikshreyfingarinnar, en ljóst er að mikið verk er enn fyrir stafni. Hluti þess verks er endursmíði heimasíðu KKÍ, en þar munu þá allar upplýsingar um mótahald KKÍ birtast. Þangað til heimasíðan verður tilbúin er þó hægt að nálgast leikjadagskrá, úrslit og stöðu í mótum KKÍ. Upplýsingar um mót meistaraflokka er hægt að nálgast hérna https://websites.mygameday.app/assoc_page.cgi?c=0-12973-0-0-0 og upplýsingar um mót yngri flokka hérna https://websites.mygameday.app/assoc_page.cgi?c=0-12977-0-0-0. Sömuleiðis er hægt að ná í Gameday appið, en þar er hægt að fylgjast með stöðu og úrslitum allra liða landsins https://mygameday.app/gameday-app/Meira
Mynd með frétt

Spá Subway og 1. deild kvenna | tímabilið 2023-2024

21 sep. 2023Spá fyrir Subway og 1. deildir kvenna var kynnt núna í hádeginu á Grand Hótel. Forsvarsmenn liða í 1. deild kvenna gera ráð fyrir að Ármann vinni sér öruggt sæti í Subway deild kvenna, og að sama skapi er Keflavík spáð Íslandsmeistaratitlinum vorið 2024. Smellið á Meira > til að skoða spána nánar.Meira
Mynd með frétt

Kynningarfundur Subway deildar kvenna í dag

21 sep. 2023Kynningarfundur Subway deildar kvenna verður haldinn í hádeginu í dag, en honum verður streymt beint á visir.is. Á fundinum verður kynnt spá þjálfara, fyrirliða og formanna liða í 1. deild kvenna, spá fjölmiðla fyrir Subway deild kvenna og spá þjálfara, fyrirliða og formanna liða í Subway deild kvenna.Meira
Mynd með frétt

Mótherjar Íslands í undankeppni EM kvenna 2025

19 sep. 2023Nú var að ljúka drættinum fyrir undankeppni EM kvenna, EuroBasket Women's 2025, sem hefst í nóvember næstkomandi. Dregið var í höfuðstöðvum FIBA Europe í Þýskalandi. Mótherjar Íslands verða eftirfarandi og er uppröðun eftir að dregið var í töfluröð sem ákvarðar röð leikja: 1. Tyrkland 2. Rúmenía 3. ÍSLAND 4. Slóvakía Meira
Mynd með frétt

Reglugerðarbreytingar

19 sep. 2023Stjórn KKÍ samþykkti á fundi sínum þann 4. september 2023 þrjár breytingar á reglugerð um körfuknattleiksmót. Allar þrjár breytingarnar varða keppni yngri flokka, og ná til greina 14, 31-34 og 39-42. Þessar breytingar hafa nú verið útfærðar inn í reglugerð um körfuknattleiksmót, en uppfærða reglugerð má nálgast hérna. Breyting á 14. grein varðar undanþágumöguleika fyrir eldri leikmenn að spila niður um aldursflokk, en mótanefnd og starfsmanni mótanefndar var falið að útfæra reglugerðarbreytinguna. Þetta er unnið samkvæmt beiðni frá Vestra. Vakin er athygli á því að þetta er undanþáguákvæði og allar undanþágubeiðnir því háðar samþykki KKÍ. Þetta opnar ekki möguleika á því að eldri leikmenn leiki almennt með yngri flokkum en þeim ber. Breyting á greinum 31-34 og 39-42 snýr annars vegar að leiktíma 7. og 8. flokks, sem lengdur er í 4x8 mínútur, og hins vegar að innkastreglu sem hefur verið kölluð no-referee handle og gildir fyrir 8. flokk og yngri. Óskað var eftir þessum breytingum á af fulltrúum aðildarfélaga KKÍ á unglingaráðsfundi í byrjun september, sem stjórn KKÍ varð við.Meira
Mynd með frétt

Meistarakeppni kvenna á miðvikudag | Valur - Haukar

18 sep. 2023Íslandsmeistarar Subway deildar kvenna, Valur og VÍS bikarmeistarar kvenna, Haukar, mætast í árlegri meistarakeppni KKÍ næsta miðvikudag, 20. september. Leikið verður á heimavelli Íslandsmeistara Vals og hefst leikurinn stundvíslega kl. 19:15. Miðasala fyrir leikinn fer fram í Stubb.Meira
Mynd með frétt

EM kvenna 2025: Dregið í riðla á morgun kl. 12:00

18 sep. 2023Á morgun þriðjudaginn 19. september verður dregið í riðlakeppnina fyrir undankeppni EM kvenna, EuroBasket Women's, sem fer fram sumarið 2025. Dregið verður í beinni á Youtube-rás FIBA 36 lönd taka þátt og í fyrsta sinn kvennamegin verður lokamótið haldið hjá fjórum þjóðum, Tékklandi, Þýskalandi, Grikklandi og Ítalíu. Þessi fjögur lönd leika saman í undankeppninni þar sem þau eru nú þegar örugg á lokamótið sem gestgjafar og því munu hin 32 löndin leika í átta fjögura liða riðlum. Leikið verður heima og að heiman í nóvember 2023, nóvember 2024 og febrúar 2025. 16 lið leika á EM og því eru 12 sæti í boði, efstu átta í hverjum riðli og fjögur bestu 2. sæti hvers riðils, þar sem fjögur lönd eru komin áfram sem gestgjafar. Búið er að skipta löndunum upp í átta styrkaleikaflokka og er Ísland í 7. styrkleikaflokki. Ísland mun verða dregið í riðil með einu liði úr flokki 2, 3 og 6 á meðan hin liðin í riðlum 1, 4, 5 og 8 verða dregin saman. Styrkleikaflokkarnir eru eftirfarandi:Meira
Mynd með frétt

Yfirlýsing frá BLÍ, HSÍ, FRÍ, FSÍ, KKÍ, KSÍ og SSÍ

15 sep. 2023Frá BLÍ, HSÍ, FRÍ, FSÍ, KKÍ, KSÍ og SSÍ Íþróttastarf gengur ekki bara út á að kenna börnum og unglingum iðkun íþróttagreina. Íþróttahreyfingin gegnir mikilvægu uppeldishlutverki gagnvart þessum ungu iðkendum og í starfinu er ekki síður unnið markvisst að því að kenna góð gildi sem má taka með sér út í lífið. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að börn eigi rétt á gæðamenntun, heilsuvernd, vernd gegn ofbeldi og upplýsingum um þau málefni sem þau varða. Við viljum að börn og unglingar, þátttakendur í okkar íþróttastarfi, finni fyrir öryggi, trausti og hvatningu til góðra verka og að þau finni að við höfum þeirra farsæld, velferð, heilbrigði og hag að leiðarljósi. Þess vegna taka neðangreind íþróttasérsambönd heilshugar undir sameiginlega yfirlýsingu ríkis, borgar og annarra samtaka um hinsegin mál og fræðslumál. Blaksamband Íslands Fimleikasamband Íslands Frjálsíþróttasamband Íslands Handknattleikssamnband Íslands Knattspyrnusamband Íslands Körfuknattleikssamband Íslands Sundsamband Íslands Stjórnarráðið: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/09/14/Vegna-umraedu-um-hinsegin-og-kynfraedslu/ Borgin: https://reykjavik.is/frettir/vegna-umraedu-um-kynfraedslu-og-hinseginfraedslu Fréttatilkynningin: https://reykjavik.is/sites/default/files/2023-09/frettatilkynning-vegna-umraedu-um-hinseginfraedslu_2.pdfMeira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira