Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Íslensk teymi í FIBA verkefni í kvöld · Rúnar Birgir og Davíð Tómas

30 okt. 2019Tveir íslenskir FIBA starfsmenn verða við störf í kvöld í EuroLeague Women þegar Davíð Tómas Tómasson, FIBA dómari, og Rúnar Birgir Gíslason, eftirlitsmaður FIBA, verða við störf í Riga í Lettlandi en þetta er í annað sinn sem þeir félagar fá tilnefningu í sama leikinn hjá FIBA. Þá fer fram leikur TTT Riga gegn Tango Bourges Basket frá Frakklandi og fer leikurinn fram í Lettlandi. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með leiknum á heimasíðu keppninar: fiba.basketball/euroleaguewomen/19-20Meira
Mynd með frétt

Forkeppni að HM karla 2023 · Mótherjar Íslands í fyrstu umferð

29 okt. 2019FIBA dró rétt í þessu í tvo riðla í forkeppni HM 2023 en þar leika átta lið í tveimur riðlum. Þar þurfa liðin að hafna í efstu tveim sætum hvors riðils til að fara áfram í aðra umferð forkeppninnar. Ísland var dregið í riðil með Slóvakíu, Kosovó og Lúxemborg (í réttri styrkleikaröð). Hinn riðillinn er því skipaður Hvíta-Rússlandi, Portúgal, Kýpur og Albaníu (í réttri styrkleikaröð). Leikið verður heima og að heiman, tveir leikir í hverjum landsliðsglugga, sem fram fara í 17.-25. febrúar 2020, nóvember 2020 og svo febrúar 2021. #korfubolti Meira
Mynd með frétt

Forkeppni að HM karla 2023 · Dregið í riðla á morgun þriðjudag

28 okt. 2019Á morgun verður dregið í forkeppni að HM 2023 hjá karlalandsliðinu en liðið mun hefja keppni í febrúar. Búið er að gefa út þátttökuþjóðir og raða í styrkleikaflokk en þar er Íslands í efsta styrkleikaflokki ásamt Hvíta-Rússlandi og því ljósta að Ísland getur því ekki lent saman með þeim í riðli. Átta þjóðir eru skráðar og verður því dregið í tvo riðla með fjórum liðum í hvorum riðli. Styrkleiksskiptingin er eftirfarandi en eitt lið úr hverju flokki verða dregin saman og Ísland verður því með einu liði úr styrkleikaflokkum 2-4 hér að neðan: 1. Ísland og Hvíta-Rússland 2. Portúgal og Slóvakía 3. Kosovó og Kýpur 4. Lúxemborg og Albanía Ljóst er að tvö efstu liðin úr hverjum riðli fara áfram í 2. umferð forkeppninnar en þar munu bætast við þau 8 lönd sem ekki komast á EM 2021 í gegnum undankeppnina þar en hún verður leikin í sömu landsliðsgluggum næstu tvö tímabil. (febrúar og nóvember 2020 og febrúar 2021). Fyrsti landsliðsglugginn verður í febrúar 2020, dagana 17.-25. febrúar. #korfubolti Meira
Mynd með frétt

16 liða úrslit Geysisbikars yngri flokka

28 okt. 2019Dregið var í 16 liða úrslit bikarkeppni yngri flokka á skrifstofu KKÍ fyrr í dag. Leika skal 16 liða úrslitin á tímabilinu 6. nóvember – 8. desember. Miðað er við að leikir þar sem gestalið þarf ekki að ferðast um langan veg fari fram á virkum dögum.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Tveir leikir í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld

25 okt. 2019Í kvöld fara fram þrír leikir í Domino's deild karla. Tveir hefjast 18:30 og svo einn kl. 20:15. Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki að venju á föstudögum í beinni og í kvöld eru það viðureignir Grindavíkur og Njarðvíkur og Stjörnunnar og Keflavíkur sem verða sýndir. Í lok kvöldsins verður svo Domino's Körfuboltakvöld á sínum stað. Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðanefndar 24.10.19

24 okt. 2019Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur komist að niðurstöðu í nokkrum málum sem hún hefur haft til úrlausnar og eru eftirfarandi úrskurðarorð þeirra: ​Niðurstaða úr agamáli nr. 4/2019-2020 „Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Jón trausti Fjóluson, leikmaður 9. fl. Fjölnis, sæta áminningu vegna háttsemi í leik Fjölnis gegn Aftureldingu í Íslandsmóti 9. fl. karla, sem leikinn var þann 6. október.“ Niðurstaða úr agamáli nr. 8/2019-2020 „Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Bjarni Björnsson, leikmaður mfl. Ármanns, sæta einum leik í bann vegna háttsemi í leik Ármanns gegn ÍA í Íslandsmóti meistaraflokks karla, 2. deild, sem leikinn var þann 19. október 2019.“ Niðurstaða úr agamáli nr. 9/2019-2020 „Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Ingimundur Orri, leikmaður mfl. ÍA, sæta einum leik í bann vegna háttsemi í leik Ármanns gegn ÍA í Íslandsmóti meistaraflokks karla, 2. deild, sem leikinn var þann 19. október 2019.“ Aga-og úrskurðarnefnd KKÍ.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í kvöld · VALUR-KEFLAVÍK i beinni á Stöð 2 Sport

23 okt. 2019Domino's deild kvenna býður upp á heila umferð í kvöld kl. 19:15 með fjórum leikjum. Stöð 2 Sport verður að Hlíðarenda og sýnir beint frá leik Vals og Keflavíkur. ​ Lifandi tölfræði á sínum stað á kki.is. 🍕 Domino's deild kvenna 🗓 Miðvikurdagurinn 23. október ➡️ 4 leikir í kvöld 🖥 LIVEstatt á kki.is ⏰ 19:15 🏀 VALUR-KEFLAVÍK ➡️📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 SKALLAGRÍMUR-KR 🏀 GRINDAVÍK-SNÆFELL 🏀 HAUKAR-BREIÐABLIK #korfubolti #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

Rúnar Birgir og Davíð Tómas í dag og á morgun í verkefnum erlendis

22 okt. 2019Íslenskir dómarar og eftirlitsmenn eru þessa vikuna í verkefnum erlendis. Rúnar Birgir Gíslason í eftirliti í Hollandi og Davíð Tómas Tómasson að dæma í Svíþjóð.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Tveir leikir í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld

18 okt. 2019Þennan föstudaginn býður Domino's deild karla upp á tvo slagi, fyrst Reykjavíkurslag ÍR og Vals kl. 18:30 og svo strax á eftir kl. 20:15 Suðurnesjaslag Keflavíkur og Njarðvíkur. Stöð 2 Sport sýnir beint frá báðum leikjunum og þá verður Domino's Körfuboltakvöld á sínum stað í lok kvöldsins og gerir upp síðustu leiki og tilþrif í deildum karla og kvenna kl. 22:10. Meira
Mynd með frétt

Yfirlýsing frá dómaranefnd KKÍ

17 okt. 2019Í leik KR-Vals í Domino's deild kvenna miðvikudaginn 16. október gerist það atvik að tveir leikmenn lenda saman og við það meiðist leikmaður KR. Í kjölfarið óskar leikmaður KR eftir því að fara inná völlinn þar sem hún er læknir til þess að hlúa að leikmanninum sem hafði meiðst. Eftir á að hyggja er dómarinn þeirrar skoðunar að það hafi verið mistök af sinni hálfu að hleypa ekki leikmanninum inn á völlinn. Dómaranefnd er sammála dómaranum um að mistök hafið verið að ræða þegar að leikmanninum var synjað um að fara inn á völlinn.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · TINDASTÓLL-STJARNAN í beinni á Stöð 2 Sport

17 okt. 2019Í kvöld fara fram fjórir leikir í Domino's deild karla. Stöð 2 Sport verður fyrir norðan og sýnir beint leik Tindastóls og Stjörnunnar úr Síkinu á Sauðárkróki. Leikirnir hefjast kl. 19:15. 🍕 Domino's deild karla í kvöld 🗓 Fim. 17. október 🖥 LIVEstatt á kki.is ⏰ 19:15 🏀 TINDASTÓLL-STJARNAN ➡️📺 Sýndur beint á @St2Sport2 🏀 FJÖLNIR-KR 🏀 ÞÓR Þ.-ÞÓR AK. 🏀 HAUKAR-GRINDAVÍK #korfubolti #dominosdeildin Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · KR-VALUR í beinni á Stöð 2 Sport

16 okt. 2019Í kvöld fer fram heil umferð í Domino's deild kvenna kl. 19:15. Stöð 2 Sport mun sýna beint frá leik KR og Vals í DHL-höllinni. Allir leikir kvöldsins verða í lifandi tölfræði á kki.is. 🍕 Domino's deild kvenna í kvöld 🗓 Miðvikudaginn 16. október 🖥 LIVEstatt á kki.is ⏰ 19:15 🏀 KR-VALUR ➡️📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 KEFLAVÍK-BREIÐABLIK 🏀 SNÆFELL-SKALLAGRÍMUR 🏀 GRINDAVÍK-HAUKAR #korfubolti #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðanefndar 1.05.19

14 okt. 2019Aga- og úrskurðarnefnd var með til umföllunar, og komast að niðurstöðu í þremur málum í síðustu viku.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla: Þór Akureyri-Fjölnir í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld

11 okt. 2019Í kvöld fer fram einn leikur í Domino's deild karla þegar Þór Akureyri tekur á móti Fjölni fyrir norðan í Höllinni á Akureyri. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Í lok kvölds kl. 22:10 er svo komið að Domino's Körfuboltakvöldi en þar verður farið yfir síðustu leiki í Domino's deildunum.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · Tveir leikir sýndir beint

10 okt. 2019Í kvöld fara fram fimm leikir í Domino's deild karla og því aðeins einn leikur sem fer fram á morgun föstudag. Stöð 2 Sport sýnir beint frá tveim leikjum í kvöld, fyrst 18:30 frá leik Grindavíkur og Keflavíkur í Mustad-höllinni í Grindavík. Kl. 20:15 er svo komið að leik Njarðvíkur og Tindastóls í Njarðtaksgryfjunni í Njarðvík. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í kvöld · Valur-Snæfell í beinni á Stöð 2 Sport

9 okt. 2019Domino's deild kvenna býður upp á fjóra leiki í kvöld og verður leikur Vals og Snæfells sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meira
Mynd með frétt

Geysisbikarinn · 32-liða úrslit karla

8 okt. 2019Nú var að ljúka drættinum í 32-liða úrslit karla í Geysisbikarnum 2019-2020 en alls voru 26 lið skrá til leiks, það eru 12 úr Domino's deildinni, 9 úr 1. deild karla og svo fimm neðri deildarlið, þarf af tvö b-lið. ​ Eftirfarandi lið drógust saman í fyrstu umferð þar sem dregið var í 10 viðureignir: Leikið verður helgina 2.-4. nóvember.​Meira
Mynd með frétt

Eftirlitsmenn og dómarar FIBA frá Íslandi að hefja störf tímabilið 2019-2020

8 okt. 2019Tímabilið er nú einnig hafið, líkt og hjá liðinum, hjá íslenskum alþjóða- dómurum og eftirlitsmönnum okkar. Rúnar Birgir Gíslason var eftirlitsmaður á leik sænska liðsins KFUM Borås Basket og tyrkneska liðsins Pinar Karsiyaka í forkeppni FIBA Europe Cup sem fram fór síðastliðinn þriðjudag. Leikið var í Borås í Svíþjóð og fór svo að lokum að Tyrkirnir siguðu 70:77 en þess má geta að landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson leikur með Boras. Liðin mætast í síðari leik sínum á morgun miðvikudag í Tyrklandi.Meira
Mynd með frétt

Geysisbikarinn 2020 · Dregið í 32-liða úrslit karla

7 okt. 2019Á morgun, þriðjudaginn 8. október verður dregið í 32-liða úrslit bikarkeppni karla. Að þessu sinni eru 26 lið skráð í bikarinn. Dregið verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík kl. 12:15. Fulltrúum þeirra liða sem eru skráð til leiks er boðið á fundinn ásamt fjölmiðlum. Leikið verður 2.-4. nóvember í fyrstu umferð hjá körlunum. Meira
Mynd með frétt

1. deildir karla og kvenna 2019-2020

7 okt. 2019Um helgina hófst keppni í 1. deildum karla og kvenna tímabilið 2019-2020 en í 1. deild karla leika 9 lið og 7 lið eru í 1. deild kvenna í ár. Fyrirkomulag mótsins eru með sama móti og undanfarin ár, hjá körlum fara deildarmeistararnir beint upp í Domino's deildina að ári liðnu og næstu fjögur lið leika í úrslitakeppni um hitt lausa sætið í efstu deild. Hjá konunum leika fjögur efstu liðin í úrslitakeppni um eitt laust sæti í Domino's deildinni tímabilið 2020-2021. Á dögunum á fjölmiðla- og kynningarfundi Domino's deildanna fyrir tímabilið var kynnt spá þjálfara, fyrirliða og formanna liðanna í 1. deildunum fyrir tímabilið og var hún svona samkvæmt þeirra atkvæðum:Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira