29 sep. 1999KKÍ kynnti í gær nýjan stuðningsaðila úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik. Það eru Tæknival og EPSON sem styðja deildina að þessu sinni og mun hún kallast EPSON-deildin. Forstjóri EPSON í Evrópu, Adam Dent, sagðist á fundi með blaðamönnum í gær mjög fagna samningnum og sig hlakkaði til að vinna með íslenskum körfuknattleiksmönnum. EPSON hefur í ríkum mæli stutt við bakið á íþróttastarfi víðs vegar, t.d. heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum í Sevilla, norsku kvennadeildina í handknattleik og mótorsport í Japan. EPSON-deildin hefst annað kvöld með fimm leikjum. Sjá nánar undir úrslit.