29 sep. 1999Á kynningarfundi KKÍ á EPSON-deildinni í Grand Hótel í gær, spáði forsvarsmenn liðanna í spilin fyrir komandi keppnistímabil. Flestir voru á því að Njarðvíkingar yrðu Íslandsmeistarar í vor, en það yrði hlutskipti Snæfells og ÍA að falla í 1. deild. Röðin í spánni var annars þessi: 1. UMFN 340, 2. Keflavík 313, 3. UMFG 278, 4. Haukar 244, 5. Tindastóll 214, 6. KR 208, 7. KFÍ 194, 8. Þór Ak. 131, 9. Skallagrímur 109, 10. Hamar 105, 11. Snæfell 76, 12. ÍA 44.