7 okt. 1999Lið Reykjanesbæjar tapaði með 18 siga mun fyrir svissneska liðinu Lugano í Evrópukeppni félagsliða, 76-94, í Sviss í gærkvöld. Staðan í leikhléi var 37-40 fyrir Lugano. Purnell Perry var eini maður ÍRB sem, lék af eðlilegri getu og gerði hann um helming stiga liðsins. Næsti leikur ÍRB er gegn finnska liðinu HUIMA í Keflavík 13. október.