7 okt. 1999Eggjabikarkeppnin hefst í kvöld með þremur leikjum. Á Akranesi taka Skgamenn á móti Haukum og KR-ingar halda til Borgarness. Þessir leikir hefjast kl. 20:00. Loks ÍR-ingar taka á móti Grindvíkingum í Seljaskóla kl. 19:00. Annað kvöld verða síðan fimm leikir. Eggjabikarmeistarar Keflavíkinga leika gegn Stjörnunni í Ásgarði, Hamarsmenn fá Tindastól í heimsókn, Þórsarar í Þorlákshöfn taka í móti Njarðvíkingum. Þessir leikir hefjast kl. 20:00. Snæfellingar leika gegn Þór á Akureyri kl. 20:30 og Ísfirðingar leika gegn Valsmönnum á Hlíðarenda kl. 18:00. Síðari leikir liðanna í 16-liða úrslitunum verða á laugardag og sunnudag, sjá nánar á úrslitasíðu. Keflvíkingar hafa sigraði þessari keppni frá upphafi, eða undanfain þrjú ár, og eru taplausir í keppninni.