15 okt. 1999Norðanliðin í Epson-deildinni, Tindastóll og Þór Ak. hafa bæði skipt um erlenda leikmenn. Ryan Williams lék sinn síðasta leik með Tindastóls mönnum í Hveragerði í gær og Jason Williams leikur ekki meira með Þórsurum. Í þeirra stað hafa Stólarnir fengið til liðs við sig Shawn nokkurn Myers sem síðast lék í Finnlandi. Þórsarar hafa einnig fengið til sín leikmann sem síðast lék í Finnalandi, en hann er ekki ókunnugur hér á landi. Þetta er Herman Myers sem lék með Grindvíkingum á sínum tíma. Herman Myers leikur sinn fyrsta leik með Þór gegn Skallagrím á Akureyri í kvöld . Þess má geta að þeir Ryan Williams og Jason Williams eru báðir frá San Diego. Nóg af tilviljunum hjá þeim norðanliðunum.